Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 08:45

5 verstu útnefningarnar til leikmanns ársins á PGA

Skiptar skoðanir eru um hvort Tiger Woods hafi átt skilið 11. útnefninguna til leikmanns ársins á PGA Tour, en eftir á skapast oft umræður um hvort viðkomandi hafi virkilega átt viðurkenninguna skilið. Tiger vann 5 mót á PGA Tour í ár (þar af m.a. 2 heimsmót, og The Players, þó honum hafi ekki tekist að sigra á risamóti): Golf Digest hefir tekið saman 5 útnefningar sem að þeirra mati voru þær verstu og eru kylfingarnir þar verr að heiðursviðurkenningunni komnir en Tiger.  Þetta eru eftirfarandi kylfingar: 5. Greg Norman (1995). Þetta er eina skiptið sem hann hefir hlotið leikmaður ársins viðurkenninguna.  Hann hlaut hana eftir að hafa sigrað á  Memorial, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 07:45

Alfred Dunhill í beinni

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Alfred Dunhill Championship, þar sem spilað er á einhverjum þekktustu linksurum heims í Skotlandi: St. Andrews, Carnoustie og Kingsbarns. Meðal þátttakenda eru 12 risamótsmeistarar með Ernie Els fremstan í broddi fylkingar.  Aðrir sem þátt taka er m.a. Frakkinn Julien Quesne sigurvegari síðustu helgi á Opna ítalska Lindt. Eftir 3. dag mótsins er það Peter Uihlein, sem er í 1. sæti Bein útsending frá Alfred Dunhill Championship hófst kl. 6:30. Til þess að fylgjast með Alfred Dunhill mótinu í beinni SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Alfred Dunhill á skortöflu  SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 07:30

LET: 3 franskar leiða fyrir lokahringinn

Það eru 3 franskir kylfingar sem eru í forystu fyrir lokahring Lacoste Ladies Open: Valentine Derrey, Joanna Klatten og Gwladys Nocera. Það er kannski engin furða því þær hafa eflaust spilað keppnisvöll Chantaco mörgum sinnum oftar en flestir alþjóðlegu keppendanna. Þær Derrey, Klatten og Nocera eru allar búnar að spila á samtals 10 undir pari, 200 höggum hver; Derrey (68 65 67); Klatten (64 66 70) og Nocera (67 63 70). Ein í 4. sæti er Azahara Muñoz á samtals 9 undir pari, þ.e. aðeins 1 höggi á eftir forystunni. Charley Hull deilir 5. sætinu ásamt Lee-Anne Pace og Carlota Ciganda, en þær hafa allar leikið á samtals 8 undir pari, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 07:00

Lindsey og börnin fylgjast með Tiger

Lindsey Vonn og Tiger Woods hafa komið fram í blaðaviðtölum  og sagst ekki ætla að gifta sig  en það hefir ekki hindrað Vonn í því að koma fram sem „óopinber stjúpmóðir“ barna Tiger og Elínar Nordegren, Sam og Charlie, barnsmóður Tiger, Elínu, til mikillar gremju. Eitt dæmi þess er þegar Vonn var með krakka Tiger á  The Tour Championship og þau voru bara ansi hreint sæt, s.s. sjá má í meðfylgjandi myndskeiði hér að neðan. Og jafnvel þó þau ætli ekkert að giftast á næstunni þá hefir Vonn líkt sambandi þeirra við sambandi giftra hjóna. „Við tölum oftast um golf eftir golfhringi hans og ég hlusta mestmegnis. Við erum bara venjuleg að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 21:00

Ungfrú Golf

Þeir í Tékklandi velja á ári hverju Ungfrú Golf. Það var Barbora Beránková, sem var valin „Ungfrú Golf 2010.“  Ekki er skilyrði að vera lágforgjafarkylfingur og eins er ekkert skilyrði um lágmarkshæð módela 1,73 en Barbora var aðeins 1,64 m há og aðeins með 36 í forgjöf.  Barbora er þó háskólagengin en hún var í ferðamála-fræði í Hradec Kralove háskóla. Eitthvað virðist keppnin þó vera að harðna því Ungfrú Golf 2012 er að færast nær módelmálum. Þannig var  Ungfrú Golf, Kateřina Částková,  1.80 m á hæð  og með málin 180 cm, 86-62-89 en golfhliðin er eitthvað að síga á verri hliðina því hún er með 54 í forgjöf. Spurning hver valin verður í ár? Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Sherlock Holmes og dr. Watson fóru saman í útilegu. Eftir að hafa notið góðrar máltíðar og tæmt flösku af víni lögðust þeir til svefns. Nokkrum klukkutímum seinna, vaknaði Holmes og ýtti við Watson, sínum kæra vini. „Watson, líttu upp til himins og segðu mér hvað þú sérð.“ Watson svaraði, „Ég sé milljónir og billjónir af stjörnum.“ „Hvað segir það þér?“ Watson: – „Stjarnfræðilega segir það mér að það séu til milljónir af vetrarbrautum og hugsanlega trilljónir af plánetum.“ „Guðfræðilega segir það mér að Guð sé mikill og að við séum smáir og lítilfjörlegir.“ „Veðurfræðilega segir það mér að það verði gott veður á morgun. -En hvað segir það þér?“ Holmes: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 18:00

LPGA: Ammaccapane leiðir á Legends

Dina Ammacapane leiðir á Legends Championship en keppnin fer fram á Peter Dye golfvellinum í French Lick golfstaðnum, í Indiana. Á 1. hring á föstudaginn fékk Dina 4 fugla á síðustu 6 holur sínar og var á 6 undir pari 66 högum. Er þetta vallarmet í keppnum á vellinum. „Ég er eiginlega ungbarnið í hópnum“ sagði hin 45 ára Dina „ég er enn blaut á bakvið eyrun.“ Þetta er í 3. sinn sem Dina Ammacapane tekur þátt í mótinu. „Völlurinn hentar bara leik mínum. Ég er „cuttari“ í staðinn fyrir stelpurnar sem eru flestar að draga boltann. Ég fylgdist með hinum keppa, punktaði hjá mér og forðaðist mikil vandræði,“ sagði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 17:30

Evróputúrinn: Uihlein enn efstur

Eftir 3. dag er það enn Titleist erfinginn Peter Uihlein sem er enn í forystu á Alfred Dunhill Championship, en hann átti frábæran hring í gær þar sem hann jafnaði vallarmetið á Kingsbarns. Í dag spilaði Uihlein á 65 höggum, en er samtals á 20 undir pari, 196 höggum (71 60 65). Hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar deila 2. sæti á samtals 18 undir pari, en það eru: Martin Kaymer, Ernie Els, David Howell, Richard McEvoy, Shane Lowry og Joost Luiten. Einn í 8. sæti er portúgalski kylfingurinn Ricardo Santos, á samtals 17 undir pari. Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 16:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla hefur leik á Hilton Head

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals, golflið Queens taka þátt í Lady Bearcat Invitational. Mótið stendur dagana 28.-29. september 2013. Leikið er á Hilton Head í Suður-Karólínu. Golf 1 mun koma með úrslit um leið og þau birtist en enginn tengill er því miður á mótið til að fylgjast með.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 16:00

7 venjur góðra kylfinga (3/8)

2. Góðir kylfingar halda sér í núinu Að halda sér í núinu þýðir að maður gefur hvað sem maður er nú að gera í augnablikinu óskipta athygli sína.  Ef þið eruð  t.d. að leika ykkur við börnin ykkar, þá er það allt sem þið gerið, þið hugsið ekki einu sinni um vinnuna. Í golfi þýðir þetta að þið megið alls ekki hugsa um skorið, hvernig spilafélagar ykkar eða aðrir á vellinum eru að dæma ykkur eða hvers vegna þið voruð að slæsa eða þrípútta á síðustu holu. Öll orka ykkar er í því höggi sem þarf að slá og síðan eigið þið að njóta þess að ganga á milli teiga. Lesa meira