Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón Harðarson – 28. september 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurjón Harðarson. Sigurjón er fæddur 28. september 1952 og er því 61 árs í dag. Sigurjón er formaður Golfklúbbs Ásatúns og er þar að auki eigandi bifreiðaverkstæðisins Topps. Hann er með héraðsdómararéttindi í golfi.  Sigurjón er kvæntur Valgerði Jönu Jensdóttur, sem líka spilar golf og þau eiga tvo stráka. Sjá má viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sigurjon Harðarson (Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Margaret „Wiffi“ Smith 28. september 1936 (77 ára);  Giuseppe Calì, 28. september 1952 (61 ára);  Gustavo Rojas, 28. september 1967 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 10:30

Myndasería af 5 golfvöllum Írlands

Blaðamaður Golf Digest varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fara á vegum blaðsins í 5 daga ferð til Írlands til þess að kanna brotabrot þeirra miklu golfvallargersema sem Írland býður upp á. Vellirnir sem hann spilaði voru Old Head of Kinsale, Ballybunion, Waterville, Doonbeg og Lahinch. Segir hann í máli og myndum frá ferðinni og má sjá myndaseríu hans frá Írlandi með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 06:30

Uihlein næstum á 59 höggum

Bandaríski Titleist erfinginn Peter Uihlein átti glæsihring á Alfred Dunhill Championship í gær. Hann fór nálægt því að vera á 59 höggum og hefði það tekist hefði það verið í 1. skipti á Evrópumótaröðinni að svo lágt skor hefði náðst í móti mótaraðarinnar. Uihlein var búinn að spila fyrsta hringinn á 1 undir pari, 71 höggi og ljóst að hann yrði að eiga góðan hring til að blanda sér í toppbaráttuna. Og þann góða hring átti hann, 12 undir pari, 60 högg og nú er hann kominn í 3. sætið 2 höggum á eftir forystumanni mótsins í hálfleik, Englendingsins Tom Lewis. Hringinn góða lék Uihlein á Kingsbarns vellinum, þar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2013 | 20:30

Rory segir skilið við Horizon

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy heftir staðfest að hann hafi yfirgefið umboðsaðila sína Horizon Sports Management  til að stofna sitt eigið umboðsfyrirtæki. „Héðan í frá munu málefni Rory vera í höndum Rory McIlroy Incorporated (skammst. RMI) . Forstjóri RMI er Donald Casey, sem hefir margra ára reynslu af formennsku og umboðsstörfum.“ „Rory góðgerðarmálastofnunin verður stjórnað af Barry Funston, viðskiptamanns og vins McIlroy fjölskyldunnar til margra ára. Báðir framangreindir aðilar eru í stjórn RMI ásamt Gerry McIlroy (pabba Rory).” Horizon gaf frá sér fréttatilkynningu í dag, en umboðsskrifstofan hefir farið með málefni Rory frá október 2011. Í tilkynningunni sagði m.a.: „Ákvörðun Rory að krefjast riftunar á umboðssamningnum við Horizon er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2013 | 20:15

LET: Klatten og Nocera efstar þegar Lacoste mótið er hálfnað

Gamla brýnið  Gwladys Nocera og ein af nýrri kynslóð franska kvenkylfinga Joanna Klatten leiða á „heimavelli“ í Chantaco klúbbnum í Saint-Jean-de-Luz, þegar Lacoste Ladies Open de France er hálfnað. Báðar eru þær búnar að spila á samtals 10 undir pari, 130 höggum; Klattern (64 66) og Nocera (67 63). Tveimur höggum á eftir í 3. sæti er Lee Anne Pace frá Suður-Afríku á 8 undir pari. Þrír frábærir kylfingar deila síðan 4. sætinu: Solheim Cup stjarnan Charley Hull og félagi hennar í evrópska liðinu, Azahara Muñoz frá Spáni ásamt enn einni „heimakonunni“ sem er á toppnum, frönsku fegurðardísinni  Valentine Derrey.  Allar hafa þær spilað á samtals 7 undir pari, hver. Ýmsar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2013 | 20:00

Evróputúrinn: Tom Lewis efstur eftir 2. dag á Alfred Dunhill

Það er Englendingurinn Tom Lewis sem leiðir á Alfred Dunhill Championship þegar mótið er hálfnað. Lewis lék á 15 undir pari, 129 höggum (64 65). Í 2. sæti er Hollendingurinn snjalli Joost Luiten sem er í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Lewis. Lewis lék Carnoustie en Luiten St. Andrews. Þriðja sætinu deila hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar 2 höggum á eftir Lewis þ.e. allir búnir að spila á 13 undir pari, 131 höggi þ.e.: Englendingarnir Richard McEvoy, Tommy Fleetwood, Mark Foster og Oliver Foster, síðan Hennie Otto frá Suður-Afríku og loks Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein. Svo eins og alltaf komust nokkrir þekktir kylfingar ekki í gegnum niðurskurð, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2013 | 19:30

PGA: Tiger leikmaður ársins – Spieth nýliði ársins

Tiger vann 5 mót á árinu —þar af tvö heimsmót. Eins og þetta væri ekki nógu einstætt. Nei… ekki þegar Tiger er annars vegar. Hann var nefnilega í dag valinn leikmaður ársins af félögum sínum á PGA Tour. „Þetta hefir bara verið frábært ár allt í allt,“ sagði Tiger. „Það er líka ótrúleg tilfinning að hafa verið valinn af félögum sínum og maður verður auðmjúkur af því að njóta þessarar tegundar virðingar þeirra.“ Jordan Spieth var valinn nýliði ársins. „Ég hef í rauninni ekki haft tíma til að halla mér aftur og hugsa um það,“ sagði Spieth um keppnistímabilið. „En, jamm, án nokkurs status þá er erfitt að búast við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2013 | 16:00

7 venjur góðra kylfinga (2/8)

1. Góðir kylfingar æfa „á réttan hátt.“ Lífið er stutt. Þannig að af hverju ætti einhver að verja hundruðum klukkustunda í að reyna breyta og bæta eitthvað sem að er á rangan hátt. Að hamra bolta eftir bolta á sama stað á æfingasvæðinu og halda að þið hafið náð árangri er bara afturför. Hversu margir kylfingar vildu ekki að þeir gætu yfirfært frammistöðu sína á æfingasvæðinu yfir á golfvöllinn? Eflaust 99%.  Hin 1% (elítu-kylfingarnir) æfa á þann hátt sem er krefjandi og líkist aðstæðum á golfvellinum. Að slá fötu af boltum á sama skotmarkið er alltof auðvelt og er ekkert eins og að spila á golfvelli. Topp-kylfingarnir gæta þess að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2013 | 13:55

Afmæliskylfingur dagsins: Halla Björk Ragnarsdóttir – 27. september 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Halla Björk Ragnarsdóttir. Halla Björk er fæd 27. september 1994 og á því 19 ára í dag. Halla Björk er afrekskylfingur í GR og klúbbmeistari Golfklúbbs Öndverðarness 2012. Halla Björk spilaði m.a. á Íslandsbankamótaröðinni í sumar og eins í nokkrum opnum mótum t.a.m. Opnunarmóti Korpunnar.  Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Halla Björk Ragnarsdóttir (Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Kathy Whitworth, 27. september 1939 (74 ára);  Armando Saavedra, 27. september 1954  (59 ára);  Rachel L. Bailey, 27. september 1980 (33 ára – spilar á ALPG) ….. og ….. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2013 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Brendon de Jonge?

Í næstu viku nánar tiltekið fimmtudaginn 3. október hefst Forsetabikarinn þ.e. keppni milli liðs Bandaríkjanna og Alþjóðaliðsins þ.e. liðs kylfinga allsstaðar úr heiminum nema Evrópu. Fyrirliðar í hvoru liði, Fred Couples (Bandaríkin) og Nick Price (Alþjóðaliðið)  fengu að velja kylfinga í lið sitt og hafa hvor um sig valið tvo kylfinga Couples valdi Webb Simpson og Jordan Spieth en Price valdi þá Brendon DeJonge frá Zimbabwe og Marc Leishman frá Ástralíu. Golf 1 hefir þegar kynnt val Couples sjá með því að smella hér: JORDAN SPIETH       WEBB SIMPSON I        WEBB SIMPSON II WEBB SIMPSON III Nú er komið að því að kynna fyrirliðaval Alþjóðaliðsins, m.ö.o. Hver Lesa meira