Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 08:45

5 verstu útnefningarnar til leikmanns ársins á PGA

Skiptar skoðanir eru um hvort Tiger Woods hafi átt skilið 11. útnefninguna til leikmanns ársins á PGA Tour, en eftir á skapast oft umræður um hvort viðkomandi hafi virkilega átt viðurkenninguna skilið.

Tiger vann 5 mót á PGA Tour í ár (þar af m.a. 2 heimsmót, og The Players, þó honum hafi ekki tekist að sigra á risamóti):

Golf Digest hefir tekið saman 5 útnefningar sem að þeirra mati voru þær verstu og eru kylfingarnir þar verr að heiðursviðurkenningunni komnir en Tiger.  Þetta eru eftirfarandi kylfingar:

5. Greg Norman (1995). Þetta er eina skiptið sem hann hefir hlotið leikmaður ársins viðurkenninguna.  Hann hlaut hana eftir að hafa sigrað á  Memorial, Hartford Open og NEC World Series of Golf, sem var undanfari the World Golf Championships (skammst. WGC þ.e. heimsmótanna). Norman var í 1. sæti á peningalista PGA Tour og vann Byron Nelson Award fyrir lægsta meðaltalsskor. Frábært ár hjá frábærum kylfinginni, enn þetta er nú samt aðeins liðlega helmingur af því sem Tiger afrekaði árið 2013.

4. Jim Furyk (2010): Sigur Furyk á  Tour Championship færði honum FedEx Cup og hann var sá eini sem vann 3 mót á PGA á 2010 keppnistímabilinu. Hann vann hins vegar ekki á risamóti (líkt og Tiger og var þar að auki með 2 færri sigra). Auk þess hlaut Matt Kuchar Vardon Trophy og var efstur á peningalistanum 2010.

3. Wayne Levi (1990): Levi var fyrrum nr. 1 á heimslistanum og 1990 vann hann 4 mót á PGA (Western Open, Canadian Open, Hartford Open and BellSouth Classic) en þrátt fyrir það var hann ekki efstur á peningalistanum, það var Greg Norman. Og gæði mótanna sem unnin voru vógu þetta árið þyngra en fjöldi mótanna sem unnust og þannig var Nick Faldo valinn leikmaður ársins á PGA Tour.

2. Luke Donald (2011): Þegar Donald varð leikamður ársins var hann efstur á peningalistanum og hlaut. Hins vegar vann hann aðeins 2 mót á PGA Tour  Transitions og lokamót ársins í Disney. Á samta tíma hlaut Keegan Bradley sem líka vann tvö mót það árið þ.á.m risamót, the PGA Championship, aðeins viðurkenningu fyrir að vera nýliði ársins. Til þess að gæta allrar sanngirni þá spilaði Donald líka vel í Evrópu og var efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar líka. En sigrar hans á PGA Tour voru ekki endilega stórir!

1. Fred Couples (1991): Hann er skv. Golf Digest í efsta sæti yfir þá sem áttu verstu keppnistímabilin en unnu engu að síður heiðursviðurkenninguna „Leikmaður ársins“.   Árið 1991 vann hann tvisvar, var með lægsta meðaltalsskor og var í 3. sæti á peningalistanum. Cory Pavin, smem líka vann tvisvar var í 1. sæti peningalistans og hlaut titilinn leikmaður ársins á PGA of America. Mótið tvö sem Couples vann þóttu minniháttar þ.e. St. Jude Classic og BC Open. Jamm…