Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 17:30

Evróputúrinn: Uihlein enn efstur

Eftir 3. dag er það enn Titleist erfinginn Peter Uihlein sem er enn í forystu á Alfred Dunhill Championship, en hann átti frábæran hring í gær þar sem hann jafnaði vallarmetið á Kingsbarns.

Í dag spilaði Uihlein á 65 höggum, en er samtals á 20 undir pari, 196 höggum (71 60 65).

Hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar deila 2. sæti á samtals 18 undir pari, en það eru: Martin Kaymer, Ernie Els, David Howell, Richard McEvoy, Shane Lowry og Joost Luiten.

Einn í 8. sæti er portúgalski kylfingurinn Ricardo Santos, á samtals 17 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: