Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 07:00

Lindsey og börnin fylgjast með Tiger

Lindsey Vonn og Tiger Woods hafa komið fram í blaðaviðtölum  og sagst ekki ætla að gifta sig  en það hefir ekki hindrað Vonn í því að koma fram sem „óopinber stjúpmóðir“ barna Tiger og Elínar Nordegren, Sam og Charlie, barnsmóður Tiger, Elínu, til mikillar gremju.

Eitt dæmi þess er þegar Vonn var með krakka Tiger á  The Tour Championship og þau voru bara ansi hreint sæt, s.s. sjá má í meðfylgjandi myndskeiði hér að neðan.

Lindsey Vonn ásamt syni Tiger, Charlie fyrir viku síðan á Tour Championshp

Lindsey Vonn ásamt syni Tiger, Charlie fyrir viku síðan á Tour Championshp

Og jafnvel þó þau ætli ekkert að giftast á næstunni þá hefir Vonn líkt sambandi þeirra við sambandi giftra hjóna.

„Við tölum oftast um golf eftir golfhringi hans og ég hlusta mestmegnis. Við erum bara venjuleg að því leyti. Margt fólk fer heim og talar við eiginkonu eða eiginmann sinn um vinnu sína. Það er það sem við gerum.“

Bæði Vonn og Tiger hafa verið gift áður; Vonn skildi við Thomas Vonn árið 2011, eftir að þau kvæntust árið 2007. Woods og, Elin Nordegren, bundu endi á hjúskap sinn 2010 eftir  fjöldaframhjáhald  Tiger.

Woods og Vonn tilkynntu um samband sitt  gegnum Facebook í mars 2013.

Til þess að sjá myndskeið af Lindsey Vonn og börnum Tiger, Sam og Charley að fylgjast með honum á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: