Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Ari og Theodór hefja keppni í dag í Oklahoma

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ og golf lið Arkansas at Monticello háskóla hefja leik í dag á Texoma Fall Classic, en mótið fer fram í Kingston, Oklahoma. Leikið er á Chickasaw Pointe golfvellinum, sem er par-72  völlur og u.þ.b.  7,100 yarda langur. Mótið stendur 30. september – 1. október 2013. Enginn tengill er á mótið en Golf 1 verður með úrslit mótsins um leið og þau liggja fyrir.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín hefur leik í Tennessee í dag

Klúbbmeistari GA 2013, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og the Falcons, golflið Pfeiffer háskólans hefja í dag leik á King University Invitational en mótið fer fram í Bristol, Tennessee. Mótið stendur dagana 30. september – 1. október 2013. Enginn tengill er á mótið en Golf 1 verður með úrslit um leið og þau liggja fyrir.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2013 | 07:25

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 9. sæti eftir 1. dag í Ohio

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR,  hóf í gær leik í á Jack Nicklaus Invitational, en leikið er á Scarlet golfvellinum hjá Ohio háskóla, í Columbus, Ohio.  Þátttakendur eru 60 frá 12 háskólum. Mótið stendur dagana 29.-30. september  2013 og verður lokahringurinn því leikinn í kvöld. Eftir 1. dag er Guðmundur Ágúst í 36. sæti í einstaklingskeppninni, lék á samtals 152 höggum (75 77). Hann er á 3.-4. besta skori ETSU og telur skor hans því í 9. sætis árangri ETSTU. Spennandi að sjá í hvaða sæti Guðmundur Ágúst og ETSU liðið ljúka leik í dag! Til þess að fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Ragnar Már hefja í dag leik í Texas

Andri Þór Björnsson, GR og Ragnar Már Garðarsson , GKG, hefja í dag leik á Huskies Intercollegiate í Houston, Texas. Mótið stendur dagana 30. september-1. október 2013. Ekki er til neinn tengill á skortöflu mótsins en Golf 1 mun birta úrslit um leið og þau liggja fyrir.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 17:45

LET: Muñoz sigraði á Lacoste!

Það var spænski kylfingurinn Azahara Muñoz sem stóð uppi sem sigurvegari á Lacoste Ladies Open de France mótinu. Aza var á samtals 14 undir pari, 266 höggum (68 65 68 65). Í 2. sæti voru „heimakonurnar“ Valentine Derrey og Gwladys Nocera aðeins 1 höggi á eftir. Ein í 4. sæti varð síðan franska stúlkan Joanna Klatten á samtals 12 undir pari og í 5. sætinu var enn önnur „heimakonan“ Karine Icher en 5. sætinu deildi hún með Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku á samtals 10 undir pari.  Ein í 7. sæti varð ástralski kylfingurinn Rebecca Artis. Hvar enduðu eiginlega Solheim Cup stjörnurnar Carlota Ciganda og Charley Hull? Jú, Ciganda deildi 8. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 17:30

Evróputúrinn: David Howell sigraði á Alfred Dunhill Links Championship

Það var David Howell, sem stóð uppi sem sigurvegari á Alfred Dunhill Links Championship. Þetta er fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni í 7 ár.  Hann vann eftir bráðabana við Bandaríkjamanninn unga Peter Uihlein, en báðir voru á sama skori eftir hefðbundnar 72 holur, samtals 23 undir pari, hvor. Á fyrstu holu bráðabanans misstu báðir fuglapútt sín og leikar fóru af 18. holu yfir á 1. holu. Á þeirri holu setti Howell, sem tapað hefir 4 sinnum í bráðabana, niður fuglapútt sitt af tæplega 3 metra færi, en Uihlein tapaði á pari. Fyrir sigurinn fær David Howell € 589,561, en sigurpotturinn í mótinu var € 5.000.000,-  Þetta er í fyrsta sinn frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 17:00

7 venjur góðra kylfinga (4/8)

3. Góðir kylfingar vinna stöðugt í grundvallaratriðunum Góðir kylfingar skilja mikilvægi grundvallaratriða golfíþróttarinnar og hversu nauðsynleg þau eru fyrir golfsveifluna. Hvernig gripið er, hversu langt er staðið frá boltanum, hversu góð staðan er, hversu góð lega boltans er, hversu vel stillt er upp þetta er allt mun mikilvægara en bara að reyna að sveifla „rétt.“ Það þarf að vinna stöðugt í grundvallaratriðunum því það er svo auðvelt að ávinna sér slæma ávana – jafnvel bestu kylfingarnar koma sér stundum upp slæmum atriðum, sem þarf að taka á hið fyrsta til þess að þeir verði ekki að vana.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 16:15

Evróputúrinn: Howell og Uihlein í bráðabana um sigurinn á Alfred Dunhill

Nú á næstu mínútum ræðst hver stendur uppi sem sigurvegari á Alfred Dunhill Championship. Það er til mikils að vinna en vinningspotturinn er  €5.000.0000. Það eru tveir sem berjast um sigurinn Bandaríkjamaðurinn og Titleist erfinginn Peter Uihlein og „gamla brýnið“ David Howell, en báðir eru þeir búnir að spila á samtals 23 undir pari. Howell horfði á Uihlein missa af 5 metra fuglapútti á 18. fyrir sigri og því verða þeir nú að heyja bráðabana.  Lokahringinn lék Howell á 67 höggum meðan Uihlein var á 69 höggum. Til þess að sjá skor annarra keppenda á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Andri Magnússon – 29. september 2013

Það er meistarinn í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ 2013, Ingvar Andri Magnússon, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingvar Andri er fæddur 29. september 2000 og á því 13 ára afmæli í dag!!! Ingvar Andri er í  Golfklúbbi Reykjavíkur og að öðrum ólöstuðum einn alefnilegasti kylfingur landsins.  Hann hefir staðið sig framúrskarandi vel á Íslandsbankamótaröðinni í sumar og þannig varð hann stigameistari með 8855 stig í strákaflokki. Ingvar Andri varð í 4. sæti á Íslandsbankamótaröðinni á 1. móti ársins í Þorlákshöfn; hann sigraði eftir bráðabana á Hellu á 2. mótinu; hann varð í 2. sæti á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, Íslandsmótinu í holukeppni á Leirdalsvelli; Ingvar Andri varð í 2. sæti á 4. mótinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst hefur leik á Jack Nicklaus Inv. í dag!

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR hefur leik í dag á Jack Nicklaus Invitational. Mótið stendur dagana 29.-30. september  2013.  Leikið er á Scarlet golfvellinum hjá Ohio háskóla, í Columbus, Ohio. Þátttakendur eru 60 frá 12 háskólum. Til þess að fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs SMELLIÐ HÉR: