Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 18:00

LPGA: Ammaccapane leiðir á Legends

Dina Ammacapane leiðir á Legends Championship en keppnin fer fram á Peter Dye golfvellinum í French Lick golfstaðnum, í Indiana.

Á 1. hring á föstudaginn fékk Dina 4 fugla á síðustu 6 holur sínar og var á 6 undir pari 66 högum.

Er þetta vallarmet í keppnum á vellinum.

„Ég er eiginlega ungbarnið í hópnum“ sagði hin 45 ára Dina „ég er enn blaut á bakvið eyrun.“

Þetta er í 3. sinn sem Dina Ammacapane tekur þátt í mótinu. „Völlurinn hentar bara leik mínum. Ég er „cuttari“ í staðinn fyrir stelpurnar sem eru flestar að draga boltann. Ég fylgdist með hinum keppa, punktaði hjá mér og forðaðist mikil vandræði,“ sagði Ammacapane jafnframt.

Laura Davies og Laurie Rinker voru jafnar í 2. sæti á  68 höggum, eftir 1. hring.

Keppt er um hlægilega lágt verðlaunafé miðað við karlamótaraðirnar en verðlaunafé er $500.000 og þar af fær sigurvegarinn $ 75.000,-

Leikur er þegar hafinn á 2. hring og má fylgjast með gangi mála á skortöflu með því að SMELLA HÉR: