Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 21:00

Ungfrú Golf

Þeir í Tékklandi velja á ári hverju Ungfrú Golf.

Það var Barbora Beránková, sem var valin „Ungfrú Golf 2010.“  Ekki er skilyrði að vera lágforgjafarkylfingur og eins er ekkert skilyrði um lágmarkshæð módela 1,73 en Barbora var aðeins 1,64 m há og aðeins með 36 í forgjöf.  Barbora er þó háskólagengin en hún var í ferðamála-fræði í Hradec Kralove háskóla.

Barbora Beránková

Barbora Beránková „Ungfrú Golf 2010″ í Tékklandi

Eitthvað virðist keppnin þó vera að harðna því Ungfrú Golf 2012 er að færast nær módelmálum. Þannig var  Ungfrú Golf, Kateřina Částková,  1.80 m á hæð  og með málin 180 cm, 86-62-89 en golfhliðin er eitthvað að síga á verri hliðina því hún er með 54 í forgjöf.

Kateřina Částková „Miss Golf 2012" önnur frá vinstri.

Kateřina Částková „Miss Golf 2012″ önnur frá vinstri.

Spurning hver valin verður í ár?  Keppnin fer fram í nóvember og þegar hefir valið verið njörvað niður við 10 vinsælustu kylfingana völdum af lesendum vefsíðu Miss Golf.

Komast má á vefsíðuna með því að SMELLA HÉR: