Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 16:00

7 venjur góðra kylfinga (3/8)

2. Góðir kylfingar halda sér í núinu

Að halda sér í núinu þýðir að maður gefur hvað sem maður er nú að gera í augnablikinu óskipta athygli sína.  Ef þið eruð  t.d. að leika ykkur við börnin ykkar, þá er það allt sem þið gerið, þið hugsið ekki einu sinni um vinnuna. Í golfi þýðir þetta að þið megið alls ekki hugsa um skorið, hvernig spilafélagar ykkar eða aðrir á vellinum eru að dæma ykkur eða hvers vegna þið voruð að slæsa eða þrípútta á síðustu holu. Öll orka ykkar er í því höggi sem þarf að slá og síðan eigið þið að njóta þess að ganga á milli teiga.

Það er auðvelt að sjá hversu mikið það vinnur gegn manni að vera ekki í núinu – hugsið bara tilbaka til síðasta hrings ykkar þar sem þið spiluðuð vel en fóruð síðan að hugsa um að NÚ mynduð þið ná besta skorinu ykkar og ……. síðan fór leikur ykkar í hundanna. Að vera í núinu er auðveldara sagt en gert (eins og allt annað verður að æfa þetta), en það eru til mörg góð ráð til þess að verjast því að maður hverfi úr núinu og fari að hugsa um annað en verkefnið sem fyrir höndum er.  Þið verðið bara að finna ykkar aðferð.