Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 07:30

LET: 3 franskar leiða fyrir lokahringinn

Það eru 3 franskir kylfingar sem eru í forystu fyrir lokahring Lacoste Ladies Open: Valentine Derrey, Joanna Klatten og Gwladys Nocera.

Það er kannski engin furða því þær hafa eflaust spilað keppnisvöll Chantaco mörgum sinnum oftar en flestir alþjóðlegu keppendanna.

Þær Derrey, Klatten og Nocera eru allar búnar að spila á samtals 10 undir pari, 200 höggum hver; Derrey (68 65 67); Klatten (64 66 70) og Nocera (67 63 70).

Ein í 4. sæti er Azahara Muñoz á samtals 9 undir pari, þ.e. aðeins 1 höggi á eftir forystunni.

Charley Hull deilir 5. sætinu ásamt Lee-Anne Pace og Carlota Ciganda, en þær hafa allar leikið á samtals 8 undir pari, hver.

Til þess að fylgjast með gangi mála á lokahring Lacoste mótsins, sem leikinn verður í dag, en uppfært er reglulega  SMELLIÐ HÉR: