Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 07:50

Frægir kylfingar: Frank Sinatra og Dean Martin

Margir af yngri lesendum Golf 1 kannast e.t.v. ekki við „rottugengið“ (ens.: The Rat Pack) en það var hópur leikara og söngvara, sem fylktust í kringum leikarann Humphrey Bogart. Þeir sem skipuðu The Rat Pack voru auk Humphrey, leikararnir og söngvararnir Frank Sinatra og Dean Martin (en þeir tveir voru einskonar forystumenn gengisins) og  Sammy Davis, Jr., Peter Lawford, og Joey Bishop. Seinna kom Bing Crosby í stað Lawford. Svo rifjaðar séu upp nokkrar staðreyndir heimssögunnar þá var Humphrey Bogart m.a. aðalleikarinn með Ingrid Bergman í kvikmyndinni Casablanca og halda margir að hann hafi sagði þá ódauðlegu setningu: „Play it again Sam“ – en það var nú reyndar Ingrid sem sagði hana í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals luku leik í 3. sæti í N-Karólínu

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals, golflið Queens luku leik í 3. sæti á Patsy Rendleman Invitational mótinu í Salisbury, Norður-Karólínu. Mótið stóð dagana 14.-15. október 2013 og lauk því í gær.  Þátttakendur voru 90 frá 18 háskólum. Íris Katla lék á samtals 157 höggum (81 76) og var á 2. besta skori The Royals, sem luku keppni í 3. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Írisar Kötlu og The Royals er Rock Barn Collegiate Inv í boði Lenoir-Rhyne háskólans í Conover Norður-Karólínu, 28. október n.k. Sagt var ranglega frá því hér á Golf 1 að klúbbmeistari GA 2013, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir spilaði í mótinu, sem var rangt hún tók ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 06:50

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn og félagar luku leik í 17. sæti

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og golflið Furman tóku þátt í Betsy Rawls Longhorn Invitational mótinu í Texas,en mótið stóð dagana 13.-15. október og lauk í gær Þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum. Gestgjafi var háskólinn í Texas (University of Texas) og leikið var í Austin, Texas. Ingunn varð í 82. sæti í einstaklingskeppninni lék á samtals 19 yfir pari, 235 höggum (76 80 79).  Hún var á 4. besta skori Furman, sem lauk leik í  17. sætinu. Næsta mót Furman er UNLV Fall Showdown@Las Vegas, Nevada, 27.-29. október n.k. Til þess að sjá lokastöðuna á Betsy Rawls Longhorn Invitational mótinu í Texas SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 21:00

Tiger: „Bakið fínt – er enn í meðferð“

Eftir það sem virtust vera slæmir bakverkir á The Barclays fyrir 2 mánuðum, hélt Tiger Woods því fram á blaðamannafundi í dag að hann væri ekki með áhyggjur af langtímaáhrifum meðslanna. Hann fann t.a.m. ekki fyrir bakinu það sem eftir var FedExCup umspilsins. Og ekki gaus verkurinn upp aftur í Forsetabikarnum…. ja þar til á 15. holu í sunnudagsleik Tiger gegn Richard Sterne. Þrátt fyrir þetta smáræði þá heldur Tiger því fram að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af þó hann sé enn í daglegri meðferð. „Bakið á mér er fínt,“ sagði Tiger á blaðamannafundi í dag. „Ég tók mér viku frí.  Ég var við æfingar alla þá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Eygló Myrra Óskarsdóttir og Maria Hjorth – 15. október 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru hvorki fleiri né færri en þrír –  en þetta er einfaldlega afmælisdagur mikilla golfsnillinga. Fyrst ber að geta sænsku golfdrottningarinnar Maríu Hjorth. María er fædd 15. október 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Stórkylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO eiga einfaldlega þennan dag saman.  Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn  er fædd 15. október í Reykjavík 1992 og því 21 árs í dag!!! Eygló Myrra hins vegar fæddist 15. október 1991, í Óðinsvéum, Danmörku og er 22 ára. Báðar hafa þær verið við nám í Bandaríkjunum Eygló Myrra er útskrifuð frá  University of San Francisco í Kaliforníu og Ólafía Þórunn stundar nám Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 15:00

SNAG golf valgrein í Vættaskóla!

Þessi skemmtilega frétt birtist á heimasíðu Vættaskóla s.l. laugardag þ.e. 11. október 2013: „Í unglingadeild Vættaskóla er SNAG golf ein af mörgum valgreinum sem í boði eru. SNAG er skammstöfun og stendur fyrir Starting New at Golf. Þetta er kennslukerfi sem henta einstaklingum á öllum aldri. SNAG er öðruvísi nálgun á undirstöðuatriðum golfsins og hefur verið í stöðugri þróun í 10 ár. En það er stutt síðan að íþróttin kom til Íslands og er óðum að festa sig í sessi.  Kennslan fer þannig fram að undirstaðan og tækniatriði eru tekin fyrir og lýkur hverju stigi með prófi þar sem nemendur þurfa að ná vissum stigafjölda til að fara á næsta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 14:30

Rory:„Einkalíf mitt er mitt einkamál“

Rory McIlroy er nú staddur í Suður-Kóreu þar sem hann mun hefja leik nú á fimmtudaginn í Opna kóreanska, eftir nokkurt hlé frá golfleik. Á blaðamannafundi var hann beðinn um að tjá sig um mál málanna þessa viku hvort hann og Caroline Wozniacki séu hætt saman. Hann svaraði: „Einkalíf mitt er mitt einkamál“ og neitaði að tjá sig meir um málið. Hvað varðaði pælingar í þá átt að slæmt gengi hans á árinu hefði með skiptin yfir í Nike kylfur að gera, þá vísaði hann þeim á bug. Hér má sjá Rory á blaðamannafundinum SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 12:00

Hver er kylfingurinn: David Lynn?

Enski kylfingurinn David Lynn var maðurinn sem hreppti 2. titil sinn á Evróputúrnum með sigri á Portugal Masters 2013 og fór úr 53. sætinu á heimslistanum upp um 19. sæti í 34. sætið. En hver er eiginlega kylfingurinn? David Anthony Lynn fædist 20. október 1973 í Billinge, Merseyside, á Englandi og verður því 40 ára eftir nokkra daga. Sem áhugamaður vann hann Greek Amateur Championship 1994 þar sem hann átti 8 högg á David Howell. Hann gerðist atvinnumaður í golfið árið 1995 og er því búin að vera að í 18 ár. Á þeim tíma hefir hann sigra 2 sinnum á Evrópumótaröðinni og 1 sinni á Áskorendamótaröðinni. Hann hefir að mestu leikið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 10:00

Wayne Rooney í golftíma hjá Rory

Heyrst hefir að ein fótboltastjarnan í Manchester United,  Wayne Rooney sé á laun (sem ekkert er svo mikið leyndarmál lengur – fyrst farið er að skrifa um það hér á Íslandi) að fara í golftíma til vinar síns Rory McIlroy. Skv. Daily Star, hefir Rooney verið að taka tímana hjá Rory vegna þess að hann er orðinn þreyttur á að tapa í golfi fyrir félögum sínum í ManU. Reyndar sagði heimildarmaður að í hvert sinn sem Rooney spilaði golf við liðsfélaga sína eða aðra enska knattspyrnumenn, þá tapaði hann alltaf og þess vegna hefði hann sett sig í samband við Rory til að sá gæti tekið hann í einkatíma, svo hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn og Furman í 16. sæti í Texas eftir 2. dag

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og golflið Furman taka þátt í Betsy Rawls Longhorn Invitational mótinu í Texas,en mótið stendur dagana 13.-15. október og verður lokahringurinn leikinn í kvöld. Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum. Gestgjafi er háskólinn í Texas (University of Texas) og leikið í Austin, Texas. Eftir 2. dag er Ingunn er í 79. sæti í einstaklingskeppninni með hring upp á samtals 12 yfir pari, 156 högg (76 80).  Hún er á 4. besta skori Furman, sem er í  16. sætinu og hækkar sig upp um 1 sæti frá því í gær. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Betsy Rawls Longhorn Invitational mótinu í Texas SMELLIÐ HÉR: