Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 15:00

SNAG golf valgrein í Vættaskóla!

Þessi skemmtilega frétt birtist á heimasíðu Vættaskóla s.l. laugardag þ.e. 11. október 2013:
„Í unglingadeild Vættaskóla er SNAG golf ein af mörgum valgreinum sem í boði eru. SNAG er skammstöfun og stendur fyrir Starting New at Golf. Þetta er kennslukerfi sem henta einstaklingum á öllum aldri. SNAG er öðruvísi nálgun á undirstöðuatriðum golfsins og hefur verið í stöðugri þróun í 10 ár. En það er stutt síðan að íþróttin kom til Íslands og er óðum að festa sig í sessi. 

SNAG golf

SNAG golf

Kennslan fer þannig fram að undirstaðan og tækniatriði eru tekin fyrir og lýkur hverju stigi með prófi þar sem nemendur þurfa að ná vissum stigafjölda til að fara á næsta stig. Einnig eru hannaðar golfbrautir og þar spila nemendur annaðhvort sem einstaklingar eða í liðum. Reynt er að tengja sem mest við golfíþróttina sjálfa. SNAG er hægt að kenna bæði utan- og innanhús.

Vættaskóli er einn af fjórum skólum á landinu sem býður upp á þetta skemmtilega sport og kom Magnús Birgisson golfkennari og kenndi nemendum (og kennara) í fyrstu tveimur tímunum. Aðallega á þetta að vera skemmtilegt en eins og golfinu sjálfu þá þurfa iðkendur að vera agaðir.

SNAG golf

SNAG golf

Vættaskóli hefur fengið lánuð kennslutæki í byrjun en nú þarf nú að verða sér út um sínar eigin tól og tæki og vonandi tekst það með góðra manna og kvenna.“
Sjá nánar frétt og myndir á http://engjaskoli.is/

Heimild: Facebooksíða Hissa.com

Þátttakendur í SNAG golf í Vættaskóla í Reykjavík. Mynd: Facebook síða Hissa.is

Þátttakendur í SNAG golf í Vættaskóla í Reykjavík. Mynd: Facebook síða Hissa.is