Ingunn Gunnarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn og Furman í 16. sæti í Texas eftir 2. dag

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og golflið Furman taka þátt í Betsy Rawls Longhorn Invitational mótinu í Texas,en mótið stendur dagana 13.-15. október og verður lokahringurinn leikinn í kvöld.

Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum. Gestgjafi er háskólinn í Texas (University of Texas) og leikið í Austin, Texas.

Eftir 2. dag er Ingunn er í 79. sæti í einstaklingskeppninni með hring upp á samtals 12 yfir pari, 156 högg (76 80).  Hún er á 4. besta skori Furman, sem er í  16. sætinu og hækkar sig upp um 1 sæti frá því í gær.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Betsy Rawls Longhorn Invitational mótinu í Texas SMELLIÐ HÉR: