Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals luku leik í 3. sæti í N-Karólínu

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals, golflið Queens luku leik í 3. sæti á Patsy Rendleman Invitational mótinu í Salisbury, Norður-Karólínu.

Mótið stóð dagana 14.-15. október 2013 og lauk því í gær.  Þátttakendur voru 90 frá 18 háskólum.

Íris Katla lék á samtals 157 höggum (81 76) og var á 2. besta skori The Royals, sem luku keppni í 3. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Írisar Kötlu og The Royals er Rock Barn Collegiate Inv í boði Lenoir-Rhyne háskólans í Conover Norður-Karólínu, 28. október n.k.

Sagt var ranglega frá því hér á Golf 1 að klúbbmeistari GA 2013, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir spilaði í mótinu, sem var rangt hún tók ekki þátt. Hins vegar varð lið hennar The Falcons, lið Pfeiffer háskólans í 16. sæti án hennar.

Til þess að sjá lokastöðuna í Patsy Rendleman Invitational mótinu SMELLIÐ HÉR: