Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 12:00

Hver er kylfingurinn: David Lynn?

Enski kylfingurinn David Lynn var maðurinn sem hreppti 2. titil sinn á Evróputúrnum með sigri á Portugal Masters 2013 og fór úr 53. sætinu á heimslistanum upp um 19. sæti í 34. sætið. En hver er eiginlega kylfingurinn?

David Lynn

David Lynn

David Anthony Lynn fædist 20. október 1973 í Billinge, Merseyside, á Englandi og verður því 40 ára eftir nokkra daga.

Sem áhugamaður vann hann Greek Amateur Championship 1994 þar sem hann átti 8 högg á David Howell. Hann gerðist atvinnumaður í golfið árið 1995 og er því búin að vera að í 18 ár.

Á þeim tíma hefir hann sigra 2 sinnum á Evrópumótaröðinni og 1 sinni á Áskorendamótaröðinni. Hann hefir að mestu leikið á Evrópumótaröðinni á ferli sínum en er einnig með fullan keppnisrétt á PGA Tour, sem hann hlaut nú í ár 2013.

Mótið sem Lynn vann á Áskorendamótaröðinni var Team Erhverv Danish Open, árið 1997 og síðan var fyrra mótið sem hann vann á Evrópumótaröðinni KLM Open, árið 2004.

Besti árangur hans á stigalista Evrópumótaraðarinnar er 18. sætið árið 2012 og hann hefir verið meðal bestu 100 kylfinga í Evrópu á hverju ári frá árinu 2000. Hann hefir verið meðal 50 bestu kylfinga á heimslistanum.

Lynn vakti m.a. athygli árið 2012 fyrir að klára í 2. sæti á PGA Championship 8 höggum á eftir sigurvegaranum Rory McIlory, en hann var á samtals 5 undir pari eftir að hafa átt 2 hringi upp á 68 um helgina. Þetta var annað af tveimur skiptum sem Lynn hafði yfirleitt spilað í risamóti! Árangur hans tryggði honum að hann gat aftur spilað í PGA Championship í ár og jafnframt hlaut hann að launum spilarétt í fyrsta sinn á ferlinum á The Masters. Hann fór líka upp í 40. sætið á heimslistanum, sem fram að þeim tíma var það hæsta sem hann hafði komist á heimslistanum.

Þar sem hann varð í 2. sæti á PGA Championship 2012 og þar sem hann hafði unnið sér inn nógu mikið verðlaunafé sem ófélagsbundinn, þá hlaut Lynn kortið sitt á PGA Tour 2013. Lynn var ansi nálægt fyrsta sigri sínum á PGA Tour í maí s.l. á Wells Fargo Championship. Hann var á samtals 8 undir pari í 1. sæti sem hann deildi með Derek Ernst eftir 72 holur. Hann tapaði síðan í bráðabana þegar á 1. holu eftir að hafa slegið 2. högg sitt í flatarglompu, sem hann komst ekki upp úr fyrir pari.

Nú í fyrradag, 13. október 2013,  hins vegar vann Lynn Portugal Masters og var það fyrsti sigur hans í 9 ár á Evrópumótaröðinni og átti hann m.a. glæsilokahring upp á 63 högg!!!