Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2013 | 09:30

Birgir Leifur tekur þátt í úrtökumóti fyrir Web.com

Birgir Leifur Hafþósson, GKG, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Web.com sem fram fer í Callaway Gardens Golf Club í Georgíu dagana 22.-25. október n.k. Callaway Gardens er 2630 ha íþróttasvæði í Pine Mountain, Georgíu, þar sem eru tveir golfvellir: Mountain View og Lake View. Birgir Leifur kemur til með að spila Mountain View golfvöllinn, en þar fór Buick Challenge fram á árunum 1991-2002. Sigurvegarar þess móts eru m.a. Davis Love III, David Duval, Steve Elkington, David Toms og Jonathan Byrd. Mountain View völlurinn er par-72 með þröngum brautum og háum grenitrjám. Einkennishola Mountain View er par-5 7. brautin þar sem bæði teig- og aðhögg eru slegin yfir vatn.  Sjá má skorkort vallarins með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2013 | 08:00

LPGA: Pettersen leitast við að verja titil sinn í Suður-Kóreu

Norska frænka okkar Suzann Pettersen mun leitast við að verja titil sinn á s KEB HanaBank Championship í Suður-Kóreu í  von um að komast fram úr uppáhaldi áhorfefnda á mótinu, sem er „heimakonan“ Inbee Park, nr. 1 á heimslistanum. En það er meira sem hangir á spýtunni. Nú eru bara 5 mót eftir á mótaskrá LPGA og Pettersen er í 2. sæti á eftir Park á peningalistanum og þ.a.l. aðeins nr. 1 þeirra sem taldar eru hljóta titilinn Leikmaður ársins á LPGA. Pettersen, sem líka sigraði á mótinu árið 2007, vann hina skosku Catrionu Matthew á 3. holu bráðabana á síðasta ári. Pettersen var T-3 á Sime Darby LPGA Malaysiu mótinu í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2013 | 07:00

Adam Scott vann Grand Slam – Myndskeið

Masters sigurvegarinn ástralski, Adam Scott sigraði á PGA Grand Slam of golf í gær, þar sem keppendur eru aðeins 4 á hverju ári, þ.e. sigurvegarar risamótanna. Adam var 3 höggum á eftir forystumanni fyrri dags, Justin Rose, sigurvegara Opna bandaríska en vann muninn glæsilega upp á Bermúda í gær. Scott fékk m.a. örn á par-5 17. holuna og komst þar með 2 höggum fram yfir Justin Rose og lauk hringnum með pari (á 18. holu) og skori upp á 7 undir pari, 64 höggum, sem er lægsta skor í PGA Grand Slam of golf. Sjá má myndskeið af glæsierni Adam Scott á 17. braut með því að SMELLA HÉR:  Á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 20:00

Nýr golfáfangastaður kylfinga: Oman

Nýr lúxus golfáfangastaður kylfinga er arabíska furstadæmið Oman. Nú nýlega var gengið frá gagnkvæmum vináttusamningi milli Almouj golfklúbbsins í Oman og golfklúbbsins Schloss Miel í Swisttal í Nordrhein-Westfalen í Þýskalandi, en samstarfið gengur út samnýtingu golfvalla auk þess sem auka á golfferðamennsku beggja landa. Oman býður upp á gífurlega skemmtilegt umhverfi til að spila golf í – spilað er í eyðimörk við sjó og í umhverfi umvafið fjöllum. Þýski golfklúbburinn Schloss Miel  er í gullfallegu héraði miðja vegu milli fyrrum höfuðborgar Þýskalands, Bonn og Eifel. Hvernig geta íslenskir kylfingar grætt á þessari samvinnu?  Eiginlega ekki…. nema óbeint. Þetta sýnir að Oman er að opna sig meira fyrir vestrænum golfstraumum og er tilbúið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 14:30

Michelle Wie birti instagram af sér að borða lifandi kolkrabba – Myndskeið

Þegar kylfingar ferðast um heiminn á hin ýmsu mót, leggja þeir sér oft til munns fæðu sem ekki er borðuð heima hjá þeim. Þannig var það með bandaríska kylfinginn Michelle Wie, en hún er nú stödd í Suður-Kóreu, þar sem mót vikunnar á LPGA fer fram þ.e. LPGA KEB  – HanaBank Championship í Incheon. Þar lagði hún sér til munns lifandi kolkrabba og tók matinn upp á vídeó sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Hvernig er hægt að snæða eitthvað sem enn er lifandi og hreyfist?  Úff!!! A.m.k. er kolkrabbi mjög próteinríkur!!!  

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 14:14

Tiger telur að Rory muni brátt fara að spila betur

Tiger segir að Rory þurfi aðeins smá tíma í viðbót til þess að komast í sama gamla góða formið sem hann var í fyrir ári, þegar Rory var á toppi heimslistans. Tiger var á kynningarfundi fyrir World Challenge mótið sitt, sem þeir Rory spila báðir í, þegar hann lét eftirfarandi orð falla um Rory: „Ég held að hann hafi gengið í gegnum mikið af breytingum ekki bara í leik sínum, heldur einnig hvað varðar umboðsmennsku og styrki. Það er margt sem hann hefir þurft að fást við í ár.“ „Hann hefir ekki spilað eins vel og s.l. ár, en hann er enn ansi ofarlega á lista. Ég held að hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 12:30

Rose leiðir á Grand Slam

Það er enski kylfingurinn Justin Rose, sem vann Opna bandaríska risamótið sem leiðir í PGA Grand Slam of Golf mótinu á Bermúda en í því móti leiða sigurvegarar risamótanna 4 ár hvert saman hesta sína. Rose lék 1. hring á 67 höggum; í 2. sæti er Jason Dufner, sigurvegari PGA Championship á 69 höggum; í 3. sæti er Mastersmeistarinn ástralski Adam Scott á 70 höggum og neðstur er írski kylfingurinn Pádraig Harrington, sem tók sæti meistara Opna breska 2013, Phil Mickelson, á 74 höggum. Rose hóf leikinn með einu allra versta höggi hrings síns, en bolti hans lenti í karga eiginlega alveg við 2. brautina og skyldi hann eftir með erfitt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Arnór Tumi og Stefán Teitur – 16. október 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Arnór Tumi Finnsson, GB og Stefán Teitur Þórðarson, GL.  Þeir eiga báðir sama afmælisdag upp á ár; báðir fæddir 16. október 1996 og því báðir 17 ára í dag. Arnór Tumi sigraði m.a 12. maí 2012,á hinu árlega Kríumóti Golfklúbbs Staðarsveitar á Garðavelli undir Jökli. Golf 1 hefir m.a. tekið viðtal við hinn afmæliskylfinginn, Stefán Teit, sem lesa má með því að SMELLA HÉR:  Komast má á Facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Arnór Tumi Finnsson (17 ára) Stefán Teitur Þórðarson (17 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Herdís Guðmundsdóttir, (f. 16. október 1910- d. 29.1.1997) Fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 10:00

Cheyenne Woods tekur þátt í Gary Player Inv

Bandaríski kylfingurinn Cheyenne Woods, frænka Tiger Woods og fyrrum liðsfélagi Íslandsmeistarans okkar í holukeppni 2013, Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR, mun í fyrsta skipti í ár taka þátt í  the Gary Player Invitational sem styrkt er af Coca-Cola og fer fram í Sun City  í næsta mánuði. Þar mun Cheyenne spila með Grand Slam meistaranum Gary Player og með öðrum frægum kylfingum, frægu fólki, íþróttastjörnum og forystumönnum viðskipta í þessu góðgerðarmóti. Cheyenne Woods hefir staðfest að hún muni taka þátt í mótinu, sem fram fer á golfvelli The Lost City 16.-17. nóvember n.k. en mótið er til styrktar the Wildlands Conservation Trust  ásamt Qhubeka og Wings and Wishes. „Ég hef alltaf haft Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 09:00

Evrópumótaröðin grípur til aðgerða til að fá toppkylfinga til að spila í Seve Trophy

Forsvarsmenn Evrópumótaraðarinnar ætla að kynna til sögunnar nýjar aðgerðir sem eiga að tryggja að fleiri stórstjörnur evrópsks golfs taki þátt í Seve Trophy í framtíðinni. Mótanefnd Evrópuraðarinnar kom saman til þess að ræða þetta málefni í síðustu viku í tengslum við Portugal Masters þ.e. að stór hluti stærstu nafna í evrópsku golfi hafi kostið að taka ekki þátt í Seve Trophy sem fram fór í Frakklandi í vikunni þar áður. Það voru menn á borð við  Rory McIlroy, Ian Poulter, Lee Westwood, Luke Donald og Henrik Stenson sem voru fjarverandi, sem leiddi til þess að leitað yrði aðgerða til að vernda virðingu þessa móts sem fram fer á tveggja ára Lesa meira