Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 09:00

Jiménez fékk 100 rauðvínsflöskur fyrir ás á Portugal Masters!

Hinn vindlareykjandi, spænski kylfingur Miguel Ángel Jiménez fékk 100 flöskur af rauðvíni á sunnudaginn eftir að hann fékk ás á Portugal Masters. Jiménez, sem elskar Havana vindla, fékk ás á 186 yarda par-3 8. braut Oceanico Victoria golfvellinum í Vilamoura. SEXY wine, sem voru styrktaraðilar þessa móts á Evróputúrnum, verðlaunuðu afrekið með 100 flöskum af besta rauðvíni sínu. Ekki er annað að sjá en að Jiménez hafi verið ánægður með verðlaunin!

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 08:00

Lexi komin í 14. sæti heimslistans

Lexi Thompson, sem sigraði á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu nú um helgina er komin í 14. sæti á Rolex-heimslista kvenkylfinga og er þetta það hæsta sem hún hefir komist á listanum. Með sigrinum fór Lexi upp um 7 sæti úr 21. sætinu í 14. sætið og er hún þar með 4. hæst rankaði bandaríski kvenkylfingurinn á listanum á eftir nr. 3 Stacy Lewis, nr. 11 Paula Creamer og nr. 12 Cristie Kerr. Staðan á topp-10 á Rolex-heimslistanum er óbreytt. Inbee Park trónir í efsta sæti, í 2. sæti er norska frænka okkar Suzann Pettersen; í 3. sæti er sem segir Stacy Lewis; í 4. sæti er So Yeon Ryu; í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 07:00

Blindur kylfingur fær ás!

Jim O´Brien, sem er alblindur, sló við líkum sem eru upp á 20.000 á móti 1 að blindur maður fari holu í höggi! Talið er að hann sé aðeins 1 af 3 blindum mönnum á Bretlandi s.l. 20 ár sem farið hefir holu í höggi. Þetta afrekaði O´Brien á par-3 6. holunni í Hindhead golfklúbbnum í Surrey, miðvikudaginn 9. október 2013, þegar hann tók þátt í Peter Allis Eye2Eye Challenge mótinu. O´Brien, sem er 71 árs og hefir spilað golf í 16 ár var þar að taka þátt í ofangreindu góðgerðarmóti, þar sem allir þátttakendurnir voru blindir og höfðu með sér leiðsögumenn, með fulla sjón. O´Brien sem fæddur er í Skotlandi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2013 | 21:30

Caroline segir sig og Rory ekki hætt saman

Sú saga sem fór eins og eldibrandur um alla golffréttamiðla í dag er að nr. 6 á heimslistanum Rory McIlroy og danska tennisstjörnukæresta hans Caroline Wozniacki væru hætt saman. Ástæðurnar sem nefndar voru, voru þær að Rory vildi einbeita sér að því að ná 1. sætinu á heimslistanum aftur og eins að hann sé ævareiður Caroline fyrir að hafa birt nörda-lega mynd af sér á Twitter þar sem hann sefur með opinn munninn. Með myndinni fylgdi texti sem sagði: „Jetlagged. LOL“ eða á okkar ilhýra: „Þreyttur eftir flug. Hlegið upphátt!!“ Caroline Wozniacki hefir nú komið fram í danska Ekstra Bladet  þar sem hún neitar að þau skötuhjú þ.e. hún og Rory séu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2013 | 21:15

Afmæliskylfingur dagsins: Kaisa Ruuttila ——– 14. október 2013

Afmæliskylfingur dagsins er finnski kylfingurinn Kaisa Ruuttila. Hún er fædd 14. október 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag.  Kaisa spilar á Evrópumótaröð kvenna. Hún er tíður gestur á listum yfir mest kynþokkafyllstu kylfinga í golfinu í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jesse Carlyle „J.C.“ Snead, f. 14. október 1940 (73 ára);  Beth Daniel 14. október 1956 (57 ára) ….. og ….. Ásta Óskarsdóttir, GR (49 ára) Barnaföt Og Fleira Sala (33 ára) Siglfirðingafélagið Siglfirðingar (52 ára) Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2013 | 17:00

GK: „Strákarnir“ unnu styrktarmót fyrir karlasveit Keilis

Í gær 13. október 2013 fór fram styrktarmót fyrir karlasveit Keilis sem tekur þátt í Evrópumóti klúbbliða í Portúgal, 24.-26. október n.k. Ákveðið var að halda eitt styrktarmót í viðbót fyrir karlasveit Keilis og markaði þetta mót lok keppnishalds á Hvaleyrarvelli í ár. Það voru 148 kylfingar fylltu mótið í frábæru veðri, þar af 16 kvenkylfingar og var spilað Texas Scramble, tveir saman í liði. Verðlaun voru veitt fyrir 10. efstu sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Deilt var í samanlagða forgjöf með 5. Ef samanlögð forgjöf var hærri enn lægri forgjöfin var sú lægri látin gilda. Golfklúbburinn Keilir þakkar öllum þeim sem tóku þátt í styrktarmótunum kærlega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2013 | 16:00

Hver er kylfingurinn: Jimmy Walker?

Jimmy Walker er nafn sem ekki er öllum golfáhugamanninum tamt, en Walker er ekki oft efstur á skortöflunni eins og í gær (13. október 2013) á lokadegi Frys.com Open. Sigurinn í gær var hans fyrsti sigur á PGA Tour. Jafnvel þó fólk komi honum ekki fyrir sig er nafnið kunnuglegt vegna þess að það hljómar eins og þekkt skoskt malt whisky; Johnnie Walker, ef ekkert annað. En, hver er kylfingurinn? Jimmy Walker fæddist í Oklahoma City, Oklahoma 16. janúar 1979 og er því 34 ára. Eftir menntaskóla lék hann golf með golfliði Baylor University í Waco, Texas. Hann gerðist atvinnumaður í golfi strax eftir háskóla, árið 2001. Sem stendur spilar Walker Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2013 | 15:25

Hvað er Lexi með í pokanum?

Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson sigraði í 2. sinn á LPGA, en í fyrsta sinn sem fullgildur LPGA meðlimur nú um helgina á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu. Hvað skyldi nú vera í pokanum hjá þessum 18 ára snillingi? Það mun vera eftirfarandi:  Dræver   COBRA (1; AMP CELL PRO; 7.5 (TITA)) Tré  COBRA (3; S3 (M)) COBRA (HYB; BFL RAIL; 17.0 (M))  Járn  COBRA (3-9; S2 FORGED)  Fleygjárn  COBRA (PW; S2 FORGED) CALLAWAY (SW; X-FORGED; 56°) CALLAWAY (LW; X-FORGED; 60°)  Pútter  ODYSSEY (WH XG 330 MALLET)  Bolti  CALLAWAY; HEX CHROME 2+

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2013 | 14:30

Rory segir Caroline upp

Nú er það opinbert. Rory McIlroy og Caroline Wozniacki eru hætt saman…. skv. frétt í Telegraph, sjá með því að SMELLA HÉR:  og reyndar fleiri miðlum t.a.m. Yahoo Sports SMELLA HÉR: og golf365 SMELLA HÉR:  o.fl., o.fl. S.l. tvö ár hafa Rory og Caro verið mest umtalaða íþróttapar í slúðurdálkunum, en nú eftir að Rory er fallin úr 1. sætinu úr heimslistanum í það 6. ætlar hann að einbeita sér eingöngu að golfinu. Wozniacki, 23 ára, sem eitt sinn lýsti  McIlroy sem „kjörkæresta sínum“ er sögð vera algerlega í rusli. En skv. „áreiðanlegum heimildum“ sagði Rory, 24, að nú væri engin leið aftur tilbaka fyrir þau að taka upp þráðinn, hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2013 | 13:00

Icelands otherworldly beauty

It´s been far too long since there have been articles in English posted here on Golf 1. We´ll just start again by a „borrowed“ interesting article which was published in the New York Times and is named „Iceland´s otherworldly beauty“  CLICK HERE:  What the article´s author doesn´t mention is that on the Ring Road (a road that takes you in a circle around the island, in Icelandic: Hringvegur) you´ll find some of the most interesting golfcourses in Europe. All in all 65, which is the most per capita in the whole world! Among these georgeous Icelandic golfcourses is one, Hvaleyrin in Hafnarfjörður at Golf Club Keilir,  which last year 2012, Lesa meira