Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 07:50

Frægir kylfingar: Frank Sinatra og Dean Martin

Margir af yngri lesendum Golf 1 kannast e.t.v. ekki við „rottugengið“ (ens.: The Rat Pack) en það var hópur leikara og söngvara, sem fylktust í kringum leikarann Humphrey Bogart.

Þeir sem skipuðu The Rat Pack voru auk Humphrey, leikararnir og söngvararnir Frank Sinatra og Dean Martin (en þeir tveir voru einskonar forystumenn gengisins) og  Sammy Davis, Jr., Peter Lawford, og Joey Bishop. Seinna kom Bing Crosby í stað Lawford.

Svo rifjaðar séu upp nokkrar staðreyndir heimssögunnar þá var Humphrey Bogart m.a. aðalleikarinn með Ingrid Bergman í kvikmyndinni Casablanca og halda margir að hann hafi sagði þá ódauðlegu setningu: „Play it again Sam“ – en það var nú reyndar Ingrid sem sagði hana í myndinni eða a.m.k. eitthvað í þá áttina — sjá með því að   SMELLA HÉR: 

Frank Sinatra er eflaust kunnastur yngri kynslóðinni af The Rat Pack vegna laga á borð við NY NY eða My Way, Strangers in the night eða Fly me to the moon (skyldi hann hafa verið að syngja um golf?)

Margir hafa eflaust gleymt að á undan Michael Bublé var það Dean Martin sem gerði t.a.m. lagið Sway frægt  SMELLIÐ HÉR:  og söng lagið Volare svo ógleymanlega SMELLIÐ HÉR:  eða Besame mucho SMELLIÐ HÉR:  Karlmennskan vall af Dean Martin, sem bræddi hjörtu kynslóðar sinnar og var ósínkur á ást sína í einkalífinu.

The Rat Pack kom fram saman í alls kyns uppákomum í Bandaríkjunum – söngskemmtunum, uppistandi, alls staðar þar sem grín og gleði var á ferðinni voru þeir til staðar  …. og þeir spiluðu m.a. saman golf og einn uppáhaldsstaður þeirra var Indian Canyons í Palm Springs.

Sjá kynningu á staðnum með því að SMELLA HÉR: 

Golf var svalt !

Á golfvellinum slöppuðu þeir félagar m.a. af frá skemmtanabransanum og kvennamálum sínum, sem voru í skrautlegra lagi en sín á milli voru þeir í lengri eða skemmri tíma með einhverjum mestu kynbombum, leik- og söngkonum síns tíma m.a. Marilyn Monroe, Övu Gardner, Lönu Turner o.fl. o.fl.  Marilyn spilaði golf, en minna er vitað um golfkunnáttu hinna vinkvenna The Rat Pack, enda efni í heila bók!

Frank Sinatra stóð líka á ári hverju fyrir golf boðsmóti þar sem helstu stjörnum skemmtanabransans bandaríska var boðið – The Frank Sinatra Invitational, en það mót varð e.t.v. ekki eins frægt og lífseigt og The Bing Crosby Clambake, sem við þekkjum í dag sem AT&T Pebble Beach Pro-Am. Sjá má m.a. þetta myndskeið frá Bing Crosby Clambake frá því herrans ári 1953 þ.e. fyrir 60 árum SMELLIÐ HÉR: