Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 21:00

Tiger: „Bakið fínt – er enn í meðferð“

Eftir það sem virtust vera slæmir bakverkir á The Barclays fyrir 2 mánuðum, hélt Tiger Woods því fram á blaðamannafundi í dag að hann væri ekki með áhyggjur af langtímaáhrifum meðslanna.

Hann fann t.a.m. ekki fyrir bakinu það sem eftir var FedExCup umspilsins. Og ekki gaus verkurinn upp aftur í Forsetabikarnum…. ja þar til á 15. holu í sunnudagsleik Tiger gegn Richard Sterne.

Þrátt fyrir þetta smáræði þá heldur Tiger því fram að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af þó hann sé enn í daglegri meðferð.

„Bakið á mér er fínt,“ sagði Tiger á blaðamannafundi í dag. „Ég tók mér viku frí.  Ég var við æfingar alla þá viku. Ég er búinn að fá helling af meðferð.  Ég var með golfkennslutíma hérna og leið bara vel.“

Hann sagði að meðferð fyrir bakið væri nauðsynleg þó hún væri ekki beint skemmtileg.

„Það snýst um að gera alla þessa litlu hversdagslegu hluti, í endurhæfingu.  Stundum virka þessir hversdagslegu hlutir yfir einhvern tíma.

Tiger spilar næst á Turkish Airlines Open, 7. nóvember n.k.