Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2013 | 08:00

LPGA: Pettersen leitast við að verja titil sinn í Suður-Kóreu

Norska frænka okkar Suzann Pettersen mun leitast við að verja titil sinn á s KEB HanaBank Championship í Suður-Kóreu í  von um að komast fram úr uppáhaldi áhorfefnda á mótinu, sem er „heimakonan“ Inbee Park, nr. 1 á heimslistanum.

En það er meira sem hangir á spýtunni. Nú eru bara 5 mót eftir á mótaskrá LPGA og Pettersen er í 2. sæti á eftir Park á peningalistanum og þ.a.l. aðeins nr. 1 þeirra sem taldar eru hljóta titilinn Leikmaður ársins á LPGA.

Pettersen, sem líka sigraði á mótinu árið 2007, vann hina skosku Catrionu Matthew á 3. holu bráðabana á síðasta ári.

Pettersen var T-3 á Sime Darby LPGA Malaysiu mótinu í s.l. viku og hefir þrívegis unnið á 2013 keppnistímabilinu þ.á.m 1 risatitil þ.e. Evian Championship.

Í síðustu 6 mótum sem Pettersen hefir tekið þátt í hefir hún verið með efstu 10 á öllum mótunum þ.á.m. vann hún tvö mót í röð þ.e. The Safeway Classic  og The Evian Championship risamótið.

„Inbee hefir átt frábært ár,“ sagði  Pettersen m.a. á blaðamannafundi fyrir mótið. „Hún hefir sigrað í 3 risamótum og það er ansi flott í sjálfu sér.  Ég get aðeins unnið í sjálfri mér og finnst líka að ég hafi átt gott ár.“

Park verður að rífa sig upp ætli hún að standa sig vel á heimaslóðum en hún varð í 3. sæti á Reignwood Classic í Kína en síðan aðeins jöfn öðrum í 32. sæti á Sime Darby mótinu í Malasíu.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila á LPGA móti í Kóreu, sem nr. 1 á heimslistanum, þannig að það hefir mikið að segja fyrir mig,“ sagði Park.

Fylgjast má með Suzann og hinum LPGA kylfingunum á KEB HanaBank Championship  í Sky 72 klúbbnum með því að SMELLA HÉR: