Sigurpáll nýr íþróttastjóri Kjalar
Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ hefir ráðið Sigurpál Geir Sveinsson, sem nýjan íþróttastjóra hjá sér. Þannig segir í fréttatilkynningu frá Kili: Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ hefur gengið frá ráðningu Sigurpáls Geirs Sveinssonar í starf íþróttastjóra við klúbbinn. Sigurpáll mun annast skipulagningu á þjálfun og afreksstarfi golfklúbbsins auk kennslu afrekshópa. Samningurinn sem gerður er til þriggja ára var undirritaður nú í kvöld á lokahófi afreksshópa fyrir árið 2013 þar sem Sigurpáll var kynntur fyrir hópnum. Ráðning Sigurpáls er liður í endurskipulagningu á afreksstarfinu hjá klúbbnum. Íþróttastjóri mun vinna þétt með afreksnefnd klúbbsins að stefnumótun og uppbyggingu í starfinu. „Það hefur verið aukning í unglinga og afreksstarfinu hjá Kili, og það kallar á Lesa meira
PGA: JJ Henry leiðir eftir 1. dag á Shriners Hospitals for Children Open
Það er bandaríski kylfingurinn JJ Henry sem leiðir eftir 1. dag Shriners Hospitals for Children Open. Henry lék 1. hring á 11 undir pari 60 höggum! Á hringnum fékk Henry 1 örn og 9 fugla og missti hvergi högg. Í 2. sæti er argentínski kylfingurinn Andres Romero aðeins 1 höggi á eftir á 10 undir pari, 61 högg. Þriðja sætinu deila James Driscoll, Jonathan Byrd og Jeff Overton á 8 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR:
Sveifa Scott í samanburði við sveiflu Tiger
Adam Scott vann PGA Grand Slam of Golf í gær kannski fremur óvænt en kannski ekki…. hann er einfaldlega með eina bestu sveifluna í bransanum. Og sú sveifla er oft borin saman við sveiflu Tiger Woods, þegar hann var upp á sitt besta. Scott fékk reyndar oft að taka æfingahring með Tiger á sínum yngri árum og eins eru þeir báðir lærlingar golfgúrúsins Butch Harmon. Berið saman sjálf með því að SMELLA HÉR:
Happy Gilmore leikari tekinn fyrir ölvunarakstur
Leikari í einni vinsælustu golfkvikmynd allra tíma gerðist brotlegur við lögin í gærmorgun í Norður-Karólínu. Christopher McDonald, sem lék Shooter McGavin í kvikmyndinni „Happy Gilmore,“ frá árinu 1996 var handtekinn af lögreglu í Wilmington, í Norður-Karólínu kl. 4:30 í gærmorgun (að staðartíma – u.þ.b. 8:30 hjá okkur). Hér má sjá brot úr Happy Gilmore þar sem Christopher McDonald og Adam Sandler eru í aðalhlutverkum SMELLIÐ HÉR: Hinn 58 ára gamli leikari var með 1.5 prómill í blóðinu sem er næstum tvöfalt leyfilegt alkóhólmagn í blóði í Norður-Karólínu. McDonald, sem lék í sjónvarpsþáttunum „Boardwalk Empire,“ á HBO nú nýlega var í Wilmington vegna töku kvikmyndar sem hann leikur í. Leikaranum var Lesa meira
Wozniacki ein á æfingasvæðinu
Caroline Wozniacki tvítaði mynd af sér í gær þar sem hún er að slá bolta… ekki tennisbolta heldur golfbolta á æfingasvæði nokkru og það alein og yfirgefin. Undir myndinni var eftirfarandi texti: „Hitting balls in the chilly weather outside! #golf #determination“ (Er að slá bolta þrátt fyrir kalt veður úti“ #golf#ákveðni“ Miklar vangaveltur hafa farið í það hjá golffréttamiðlum m.a. á Golf Digest hvað hún sé að fara með að tvíta þessa mynd af sér. Í grein Golf Digest með myndinni er þannig spurt: „Er þetta passív aggressív leið til að sýna okkur að þau séu enn saman, vegna þess, hey, ef þau væru skilin að skiptum, myndi hún þá Lesa meira
Rory í 12. sæti á Opna kóreanska eftir 1. dag
Rory McIlroy hefir verið mikið í fréttum nú í vikunni …. vegna málaferla við fyrrum umboðsskrifstofu sína, en málið var þingfest í Dublin nú í vikunni og eins hefir hann verið í fréttum vegna sögusagna um sambandssslit við kærestu sína, Caroline Wozniacki nokkuð sem Rory hefir ekki viljað tjá sig um. Rory er nú við keppni á Opna kóreanska eða á ensku Kolon Korea Open. Hann er langefst rankaði kylfingurinn af öllum keppendum, þ.e. sá kylfingur sem er í efsta sæti (6. sætinu) á heimslistanum. Enda það eflaust ástæðan fyrir að hann tekur þátt til þess að koma sér í leikform og fá sigurbragðið aftur á tunguna ….. eða hvað? Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ernie Els ——- 17. október 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Ernie Els. Ernie fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 17. október 1969 og er því 44 ára í dag. Hann vann e.t.v. stærsta sigur sinn á golfvellinum á s.l. ári þegar hann vann Opna breska í annað sinn, en það hefir hann gert á 10 ára fresti 2002 og 2012 Sjá má kynningu Golf á afmæliskylfingnum með því að smella á eftirfarandi: Els 1 – Els 2 – Els 3 – Els 4 – Els 5 – Els 6 – Els 7 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Blaine McCallister, 17. október 1958 (55 ára) ….. og ….. Stefán S Arnbjörnsson (54 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ernie Els ———– 17. október 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Ernie Els. Ernie fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 17. október 1969 og er því 44 ára í dag. Hann vann e.t.v. stærsta sigur sinn á golfvellinum á s.l. ári þegar hann vann Opna breska í annað sinn, en það hefir hann gert á 10 ára fresti 2002 og 2012 Sjá má kynningu Golf á afmæliskylfingnum með því að smella á eftirfarandi: Els 1 – Els 2 – Els 3 – Els 4 – Els 5 – Els 6 – Els 7 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Blaine McCallister, 17. október 1958 (55 ára) ….. og ….. Stefán S Arnbjörnsson (54 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira
Evrópumótaröðin: 4 í forystu í Perth eftir 1. dag
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er ISPS Handa Perth International mótið en það fer fram á golfvelli Lake Karrinyup CC í Perth, Ástralíu. Eftir fyrsta hring eru 4 kylfingar sem leiða: Svíinn Peter Hedblom, suður-kóreanski kylfingurinn Jin Jeong og heimamennirnir James Nitties og Clint Rice. Allir léku þeir 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir er hópur 8 kylfinga, þ.á.m. bandaríski PGA Tour leikmaðurinn Dustin Johnson. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: 4 í forystu í Perth eftir 1. dag
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er ISPS Handa Perth International mótið en það fer fram á golfvelli Lake Karrinyup CC í Perth, Ástralíu. Eftir fyrsta hring eru 4 kylfingar sem leiða: Svíinn Peter Hedblom, suður-kóreanski kylfingurinn Jin Jeong og heimamennirnir James Nitties og Clint Rice. Allir léku þeir 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir er hópur 8 kylfinga, þ.á.m. bandaríski PGA Tour leikmaðurinn Dustin Johnson. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR:

