Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 20:00

Nýr golfáfangastaður kylfinga: Oman

Nýr lúxus golfáfangastaður kylfinga er arabíska furstadæmið Oman.

Nú nýlega var gengið frá gagnkvæmum vináttusamningi milli Almouj golfklúbbsins í Oman og golfklúbbsins Schloss Miel í Swisttal í Nordrhein-Westfalen í Þýskalandi, en samstarfið gengur út samnýtingu golfvalla auk þess sem auka á golfferðamennsku beggja landa.

Oman býður upp á gífurlega skemmtilegt umhverfi til að spila golf í – spilað er í eyðimörk við sjó og í umhverfi umvafið fjöllum.

Þýski golfklúbburinn Schloss Miel  er í gullfallegu héraði miðja vegu milli fyrrum höfuðborgar Þýskalands, Bonn og Eifel.

Hvernig geta íslenskir kylfingar grætt á þessari samvinnu?  Eiginlega ekki…. nema óbeint. Þetta sýnir að Oman er að opna sig meira fyrir vestrænum golfstraumum og er tilbúið í svona tilraunastarfsemi.

Hver og einn getur pantað sér flug til Muscat, höfðuborgar Oman og gist á einhverjum þriggja helstu golfstaða borgarinnar en Almouj- the Wave er bara einn þeirra. Meðal annarra sem mælt er með er Muscat Golf and Country Club og Ghala ex Ghalia Wentworth.