Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 09:00

Evrópumótaröðin grípur til aðgerða til að fá toppkylfinga til að spila í Seve Trophy

Forsvarsmenn Evrópumótaraðarinnar ætla að kynna til sögunnar nýjar aðgerðir sem eiga að tryggja að fleiri stórstjörnur evrópsks golfs taki þátt í Seve Trophy í framtíðinni.

Mótanefnd Evrópuraðarinnar kom saman til þess að ræða þetta málefni í síðustu viku í tengslum við Portugal Masters þ.e. að stór hluti stærstu nafna í evrópsku golfi hafi kostið að taka ekki þátt í Seve Trophy sem fram fór í Frakklandi í vikunni þar áður.

Það voru menn á borð við  Rory McIlroy, Ian Poulter, Lee Westwood, Luke Donald og Henrik Stenson sem voru fjarverandi, sem leiddi til þess að leitað yrði aðgerða til að vernda virðingu þessa móts sem fram fer á tveggja ára fresti.

Thomas Björn, formaður mótanefndar staðfesti að þetta mál hefði verið rætt í Portúgal og hugsanlega leiðir til þess að fá evrópska PGA Tour kylfinga til þess að spila oftar í Evrópu.

„Nefndin hefir fullan skilning á að það sé mjög erfitt fyrir leiðandi leikmenn okkar sem keppa í Bandaríkjunum að spila á mótum sem Seve Trophy þegar eftir mörg mót í röð,“ útskýrði Björn.

„En við munum setja nýjar reglur sem mæla fyrir um að kylfingar verði að spila meira heima fyrir og ef það eru fleiri en 3 mót haldin í heimaríki kylfings þá verða þeir að spila í a.m.k. tveimur af þremur mótum.“

„Þetta hefir ekki áhrif á marga kylfinga því ef litið er á dagskránna þá eru engin stórmál sem þarf að laga. Það er í raun aðeins í Svíþjóð þar sem áhyggjur eru til staðar hjá styrktaraðilum og auglýsendum móta.

„En síðan eru alltaf kylfingar eins og Rory (McIlroy) og hinir írsku leikmennirnir sem koma og spila á Irish Open, og þeir ensku láta sig sjaldnast vanta á Wentworth (the BMW PGA Championship), Martin (Kaymer) spilar alltaf í Þýskalandi, frönsku strákarnir spila á the French Open og Sergio (Garcia) keppir í  the Spanish Open.

„Þannig að við þurfum bara að ræða við þessa kylfinga til að sjá hvernig við getum fengið  Seve Trophy til að ganga betur og aðlaga þessa leikmenn betur að árlegri dagskrá okkar.“