Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2013 | 07:00

Adam Scott vann Grand Slam – Myndskeið

Masters sigurvegarinn ástralski, Adam Scott sigraði á PGA Grand Slam of golf í gær, þar sem keppendur eru aðeins 4 á hverju ári, þ.e. sigurvegarar risamótanna.

Adam var 3 höggum á eftir forystumanni fyrri dags, Justin Rose, sigurvegara Opna bandaríska en vann muninn glæsilega upp á Bermúda í gær.

Scott fékk m.a. örn á par-5 17. holuna og komst þar með 2 höggum fram yfir Justin Rose og lauk hringnum með pari (á 18. holu) og skori upp á 7 undir pari, 64 höggum, sem er lægsta skor í PGA Grand Slam of golf.

Sjá má myndskeið af glæsierni Adam Scott á 17. braut með því að SMELLA HÉR: 

Á síðustu 6 holunum spilaði Scott á 4 undir pari og var á samtals 134 höggum (64 70) á þessu fyrsta Grand Slam of Golf móti sem hann tekur þátt í.

„Augljóslega er ég ánægður að vera á toppnum,“ sagði Scott við blaðamenn eftir að hann gerði sig líklega til sigurs á 17. holu með brillíant höggi með 6 járni af 190 yarda færi og hefði næstum farið ofan í holu fyrir albatross.

„Þetta voru skemmtilegir en krefjandi dagar hér, virkilega og sérstaklega í dag. Þetta var langur hringur en ég var ánægður með skorið. Þegar ég stóð á 11. teig þá leit ekkert út fyrir að þetta skor væri mögulegt.“

„En ég lék vel og mér tókst að hægt og rólega að ná í Justin. EFtir að hann fékk skolla á 16. reyndi ég að græða á því með því að slá flott högg á 17. braut.“

Scott lék fyrri 9 á 3 undir, þ.e. 33 höggum, síðan fékk hann fugl á 13. og 15. áður en hann náði forystunni á 17. braut með erninum.

Rose sem hafði náð 4 fuglum frá 4. holu á seinni hring, brotnaði niður þegar hann fékk skolla á tveimur að síðustu 10 holunum og var lokaskorið hjá honum 69 og varð í 2. sæti á 6 undir pari.

„Ég hóf leik með 2 högga forskot og þeir sem ætluðu sér að ná mér urðu að slá vel,“ sagði Rose, sem hafði 2 högga forystu á Jason Dufner fyrir seinni hring, eftir að hafa verið á glæsiskori fyrri daginn, þ.e. 67 höggum.

„Þegar maður er í þessari stöðu vill maður ljúka þessu vel, en ef það er einhver sem lýkur á þennan hátt verður maður bara að taka ofan og segja að viðkomandi hafi slegið mann fremur en að maður hafi tapað.“

PGA Championship sigurvegarinn árið 2013, Jason Dufner, varð í 3. sæti 3 höggum á eftir með skor upp á 70 högg seinni hringinn meðan Pádraig Harrington sem kom inn fyrir Phil Mickelson var á samtals 3 yfir pari  (74 71) og lauk seinni hring á 71 höggi.

Sjá má myndir frá verðlaunaafhendingu á PGA Grand Slam of golf SMELLIÐ HÉR: