Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 10:00

Cheyenne Woods tekur þátt í Gary Player Inv

Bandaríski kylfingurinn Cheyenne Woods, frænka Tiger Woods og fyrrum liðsfélagi Íslandsmeistarans okkar í holukeppni 2013, Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR, mun í fyrsta skipti í ár taka þátt í  the Gary Player Invitational sem styrkt er af Coca-Cola og fer fram í Sun City  í næsta mánuði.

Þar mun Cheyenne spila með Grand Slam meistaranum Gary Player og með öðrum frægum kylfingum, frægu fólki, íþróttastjörnum og forystumönnum viðskipta í þessu góðgerðarmóti.

Cheyenne Woods hefir staðfest að hún muni taka þátt í mótinu, sem fram fer á golfvelli The Lost City 16.-17. nóvember n.k. en mótið er til styrktar the Wildlands Conservation Trust  ásamt Qhubeka og Wings and Wishes.

„Ég hef alltaf haft áhuga á Suður-Afríku og sögu þess,“ sagði Cheyenne Woods. „Mið hefir alltaf langað til þess að koma þangað. Á Masters risamótinu í ár talaði ég við Gary Player og hann sagði mér margt um landið sitt (Suður-Afríku).”

Cheyenne hóf að spila golf fyrir alvöru 6 ára. Eftir farsælan áhugamannsferil, þar sem hún vann meira en 30 mót, gerðist Cheyenne atvinnumaður árið 2012. Hún náði líka fyrsta sigri sínum sem atvinnumaður það ár þ.e. í  Suncoast Ladies Series.

Cheyenne á nú að baki fyrsta keppnistímabil sitt á Evrópumótaröð kvenna (the Ladies European Tour, skammst. LET) og er besti árangur hennar þar í ár T-12 árangur á Lalla Meryem Cup. Hún mun líka taka þátt í 3. stigi Q-school LPGA þar sem hún er að reyna að ávinna sér keppnisrétt á þeirri mótaröð.

„Það er yndislegt að fulltrúi kvenkylfinga skuli vera svona skínandi, ung hæfileikakona eins og Cheyenne,“ sagði gestgjafi mótsins og golfgoðsögnin Gary Player.

„Hún mun vera hvatning fyrir svo margar ungar stúlkur í Suður-Afríku. Einlægur áhugi hennar á landinu og sögu þess er mótinu verðmætt og hjálpar okkur í að afla eins mikils fjár fyrir góðgerðarmálefnin og við getum,“ sagði Player ennfremur.

Auk Cheyenne Woods mun m.a. Retief Goosen keppa í mótinu.