Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 18:30

Birgir Leifur tekur þátt í úrtökumóti fyrir Web.com

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG mun taka þátt í úrtökumóti fyrir Web.com mótaröðina, sem er eina leiðin að komast inn á PGA Tour í gegnum úrtökumót í dag.

Í fyrra voru úrtökumót beint á PGA Tour afnumin og því er Web.com mótaröðin einskonar stökkbretti inn á PGA Tour.

Úrtökumótið fyrir Web.com mótaröðina, sem Birgir Leifur tekur þátt í fer fram í Callaway Gardens Golf Club í Georgíu, 22.-25. október n.k.

Birgir Leifur er auk þess búinn að tryggja sér þátttökurétt á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer á Spáni 2.-5. nóvember n.k.

Það er því mikið að gera hjá Íslandsmeistaranum á næstunni!