
Rose leiðir á Grand Slam
Það er enski kylfingurinn Justin Rose, sem vann Opna bandaríska risamótið sem leiðir í PGA Grand Slam of Golf mótinu á Bermúda en í því móti leiða sigurvegarar risamótanna 4 ár hvert saman hesta sína.
Rose lék 1. hring á 67 höggum; í 2. sæti er Jason Dufner, sigurvegari PGA Championship á 69 höggum; í 3. sæti er Mastersmeistarinn ástralski Adam Scott á 70 höggum og neðstur er írski kylfingurinn Pádraig Harrington, sem tók sæti meistara Opna breska 2013, Phil Mickelson, á 74 höggum.
Rose hóf leikinn með einu allra versta höggi hrings síns, en bolti hans lenti í karga eiginlega alveg við 2. brautina og skyldi hann eftir með erfitt aðhögg á flöt. Þar sýndi Rose snilli sína en hann dró 6-járn upp úr pokanum og sló yfir tré og vatn sem þarna var og setti boltann nokkra sentimetra frá holu, fyrir auðveldum fugli.
„Það hefði átt að velja þetta högg dagsins,“ sagði Rose eftir hringinn. „Það kom á eftir versta höggi dagsins!“
Lokahringur PGA Grand Slam of Golf verður leikinn í kvöld.
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi