Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 14:30

Michelle Wie birti instagram af sér að borða lifandi kolkrabba – Myndskeið

Þegar kylfingar ferðast um heiminn á hin ýmsu mót, leggja þeir sér oft til munns fæðu sem ekki er borðuð heima hjá þeim.

Þannig var það með bandaríska kylfinginn Michelle Wie, en hún er nú stödd í Suður-Kóreu, þar sem mót vikunnar á LPGA fer fram þ.e. LPGA KEB  – HanaBank Championship í Incheon.

Þar lagði hún sér til munns lifandi kolkrabba og tók matinn upp á vídeó sem sjá má með því að SMELLA HÉR:

Hvernig er hægt að snæða eitthvað sem enn er lifandi og hreyfist?  Úff!!! A.m.k. er kolkrabbi mjög próteinríkur!!!