Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2013 | 14:14

Tiger telur að Rory muni brátt fara að spila betur

Tiger segir að Rory þurfi aðeins smá tíma í viðbót til þess að komast í sama gamla góða formið sem hann var í fyrir ári, þegar Rory var á toppi heimslistans.

Tiger var á kynningarfundi fyrir World Challenge mótið sitt, sem þeir Rory spila báðir í, þegar hann lét eftirfarandi orð falla um Rory:

„Ég held að hann hafi gengið í gegnum mikið af breytingum ekki bara í leik sínum, heldur einnig hvað varðar umboðsmennsku og styrki. Það er margt sem hann hefir þurft að fást við í ár.“

„Hann hefir ekki spilað eins vel og s.l. ár, en hann er enn ansi ofarlega á lista. Ég held að hann sé í 5. eða 6. sæti heimslistans (Rory er í 6. sæti heimslistans).  Það er mikið af strákum sem aldrei komast svo hátt upp.“

„Ég gef honum smá tíma í viðbót, ég held að hann sé að tína brotin saman og sé byrjaður að spila aðeins meira.“

„Hann sýndi virkilega góð batamerki í lok keppnistímabilsins, um að þeir hlutir sem hann er búinn að vera að vinna í séu að koma saman aftur.“

Rory er að fara að spila í mótum næstu 6 vikur sem byrjar á Kolon Korea Open í þessari viku og lýkur á  World Challenge móti Tiger í Sherwood Country Club í Kaliforníu  (5.-8. desember).

Það eru 18 bestu kylfingar heims sem spila í móti Tiger, þ.e. sá sem á titil að verja, Graeme McDowell og síðan  Lee Westwood, Ian Poulter, Ernie Els, Jason Day, Steve Stricker, Bubba Watson, Hunter Mahan, Nick Watney, Matt Kuchar, Brandt Snedeker, Jim Furyk og Keegan Bradley, auk Tiger sjálfs.

Tiger mun aðeins spila í einu öðrum móti 2013 og það er Turkish Airlines Open í næsta mánuði, auk einvígisins við Rory í Kína.