Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2013 | 10:00

Westwood vonast til að setja Stenson undir pressu

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er þeirrar trúar að hann þurfi aðeins einn góðan árangur í móti til þess að verða nr. 1 í Evrópu í fyrsta sinn – en Lee Westwood vonast til að tryggja sér slíkan titil í þriðja sinn. Stenson er með $425,573 (£362,660) forskot fram yfir  Graeme McDowell á peningalista Evrópumótaraðarinnar Race to Dubai fyrir  BMW Masters í Shanghai — sem er fyrsta mótið í síðustu 4 mótum á Evróputúrnum. Sigurvegarinn á Lake Malaren hlýtur . $850,000 (£725,000) en heildarvinningsupphæð er £20 milljónir í öllum mótunum fjórum. Lee Westwood hefir ekki gefið upp vonina um að vinna $1 milljón og setja þar með pressu á Stenson. „Þetta eru fjórar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2013 | 07:30

Tökur hafnar á nýrri golfkvikmynd – „The Squeeze“

Tökur eru hafnar á nýrri golfkvikmynd: „The Squeeze“ en með aðalhlutverk fara Chris McDonald (sem áður hefir leikið í golfkvikmyndunum „Happy Gilmore“ og „Requiem for a Dream“) og Jeremy Sumpter („Peter Pan,“ „Friday Night Lights“). Með önnur hlutverk fara Michael Nouri („Flashdance,“ „The Proposal“), Katherine LaNasa („The Campaign,“ „Alfie“) og Jillian Murray („Never Back Down,“ „Cougar Hunting“). Kvikmyndinni er leikstýrt af  Terry Jastrow – sjöföldum sigurvegara Emmy verðlauna og sem hlotið hefir 17 tilnefningar sem sjónvarpsíþróttastjóra  fyrir Ólympíuleikana og Wide World of Sports. Framleiðendur eru George Parra („Sideways,“ „The Descendants,“ „Silver Linings Playbook“); Anne Archer („Fatal Attraction,“ „Patriot Games,“ „Clear and Present Danger“); Michael Doven („Mission Impossible,“ „The Last Samurai“); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2013 | 06:45

Ko gerist atvinnumaður – Myndskeið

Lydia Ko gerðist opinberlega atvinnumaður í golfi í gær … en það gerðist á golfhring með geysivinsælum nýsjálenskum rugby leikmanni, sem er 9 árum eldri en hún eða 25 ára og heitir „Izzy“ eða fullu nafni Israel Dagg. Búið var til skemmtilegt myndskeið þar sem Ko tilkynnir að hún gerist pro á hringnum með Izzy, en það má sjá með því að SMELLA HÉR:  Í myndskeiðinu kom jafnframt fram að Ko muni spila í sínu fyrsta móti sem atvinnumaður í Flórída um miðjan næstan mánuð.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2013 | 22:00

Birgir Leifur á pari eftir 2. dag

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf í gær  keppni á 1. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina. Keppt er á Callaway Gardens Mountain golfvellinum í Pine Mountain, Georgíu, sem Golf 1 hefir áður fjallað um – sjá með því að SMELLA HÉR:  og SMELLA HÉR:  Birgir Leifur lék fyrsta hringinn í gær á 1 undir pari, 71 höggi og fylgdi þeim hring eftir með hring upp á 1 yfir  pari, 73 höggum og er samtals á sléttu pari, eftir tvo leikna hringi. Sem stendur er Birgir Leifur í 46. sæti.og ljóst að hann verður að gefa í því aðeins komast 30 efstu og þeir sem eru jafnir í 30. sæti áfram á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2013 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Óðinn Þór Ríkharðsson – 23. október 2013

Það er Óðinn Þór Ríkharðsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Óðinn Þór er fæddur 23. október 1997 og er því 16 ára í dag!!! Óðinn Þór er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG).  Hann spilaði með góðum árangri á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni s.l. sumar.  M.a. sigraði hann drengjaflokk i á 1. mótinu á Þórláksvelli og í 7.  mótinu í Grafarholtinu, þar sem hann fékk m.a. örn tvo daga í röð á 12. holunni!!! Óðinn Þór varð í 3. sæti á stigalista GSÍ 2013, í drengjaflokki og er í afrekshóp GSÍ völdum af Úlfari Jónssyni, landsliðsþjálfara. Hann tók þátt í keppninni um KPMG bikarinn 2013og var einn af fáum í liði höfuðborgarinnar, sem vann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2013 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn Reyr Sigurðsson – 22. október 2013

Í gær fór því miður fram viðgerð á Golf 1 golffréttavefnum og því voru engar fréttir skrifaðar í rúman sólarhring.  Ekki var skrifuð afmælisgrein og birtist hún því í dag. Afmæliskylfingur gærdagsins, 22. október 2013 er Kristinn Reyr Sigurðsson. Kristinn Reyr er fæddur 22. október 1996 og varð því 17 ára í gær. Kristinn Reyr er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Hann spilaði m.a. á Íslandsbankaröðinni s.l. sumar með góðum árangri. Þannig varð Kristinn Reyr í 8. sæti í piltaflokki  á 1. mótinu uppi í Þórlákshöfn; hann varð í 10. sæti á 2. mótinu á Strandarvelli;  Kristinn Reyr varð síðan í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni – vann leikinn um 3. sætið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2013 | 18:00

NÝTT á Golf 1!!! Golfvellir í Frakklandi

Golf 1 mun nú á næstu dögum hefja kynningu á 10 golfvöllum í Frakklandi, en sjónum verður einkum beint að golfstöðum í kringum París. Golf 1 hefir áður verið með kynningar á golfvöllum einkum á vinsælum golfáfangastöðum Íslendinga á Spáni, en nú verður litið yfir til nágrannaríkisins Frakklands, þar sem í raun er rík hefð fyrir golfi, þótt því miður hafi íþróttin enn stimpil forréttindaíþróttar hinna ríku á sér. Árið 2010 tók Evrópska golfsambandið (European Golf Association) saman tölfræði yfir fjölda golfvalla í Evrópu og þar var Frakkland í 3. sæti yfir flesta golfvelli á eftir Englandi og Þýskalandi – en alls voru þá 574 golfvellir í Frakklandi (Í Englandi voru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2013 | 17:30

Chamblee biður Tiger afsökunar

Brandel Chamblee, fréttasnápur golf.com og Golf Channel hefir beðist afsökunar á grein sinni þar sem hann ýjaði að því að Tiger væri svindlari og líkti honum við krakka sem svindlaði á prófi og fékk F fyrir (sá krakki var reyndar Chamblee sjálfur) Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  Chamblee sagði að það sem hefði fengið hann til að biðjast afsökunar væri þegar hann varð sér meðvitaður að ummæli hans hefðu reitt fólk til reiði sama hvort fólkt teldi Tiger hafa svindlað eða ekki. „Golf er heiðursmannaíþrótt og ég er ekki stoltur af þessari umræðu. Ég við biðja Tiger afsökunar fyrir greinina. Ásetningur minn var að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2013 | 16:00

Golfþing 23. nóvember n.k.

Þing Golfsambands Íslands verður haldið laugardaginn 23. nóvember 2013. Þingið fer fram í fundarsal Íþrótta-og sýningarhallarinnar í Laugardal og hefst þingið stundvíslega kl.10:00. Málþing um golf verður haldið föstudaginn 22. nóvember og hefst það kl.17:00 og fer það fram í fyrirlestrasal Íþrótta-og sýningarhallarinnar í Laugardal. Yfirskrift málþingsins verður: GOLF SEM LÍFSTÍLL og er ætlunin að ræða mikilvægi golfíþróttarinnar fyrir einstaklinginn, fyrir sveitarfélögin og samfélagið í heild.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og félagar í 5. sæti eftir fyrri dag Jim Rivers mótsins

Andri Þór Björnsson, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG taka þátt í  Jim Rivers Intercollegiate mótinu  í Choudrant, Louisiana. Þátttakendur eru 66 frá 12 háskólum. Eftir 1. dag og tvo leikna hringi er Ragnar Már í 19. sæti í einstaklingskeppninni sem hann deilir með 3 öðrum.  Hann lék fyrstu 2 hringi fyrsta dags á samtals 146 höggum (72 74).  Hann er á 3. besta skori McNeese og telur það því í 5. sætis árangri McNeese í liðakeppninni. Andri Þór lék á samtals 154 höggum (77 77) og deilir 48. sætinu í einstaklingskeppninni. Hann er á 2. besta skori Nicholls State, sem vermir botnsætið í liðakeppninni. Spurning hvað gerist í dag, en Lesa meira