Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2013 | 11:50

Afmæliskylfingur dagsins: Muffin Spencer Devlin – 25. október 2013

Muffin Spencer Devlin  fæddist í Piqua, Ohio, 25. október 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hún komst á LPGA árið 1979 og vann á ferli sínum 3 mót þar. Muffin lék hlutverk í Starfleet Medical í kvikmyndinni Star Trek Generations, sem kom út árið 1994 og var einnig með lítið hlutverk í „The Chute“,þriðju þáttaröð  Star Trek: Voyager þáttanna, sem komu út 1995. Muffin Spencer Devlin vakti athygli á LPGA fyrir það að hún lýsti því opinberlega yfir að hún væri lesbísk. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Dennis Shute f. 25. október 1904 – d. 13. maí 1974;  Guan Tian-lang, 25. október 1998 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2013 | 11:25

PGA: Mickelson gengur ekki vel í Malasíu – Bradley efstur eftir 2. hringi

Nr. 3 á heimslistanum, Phil Mickelson gengur ekkert vel sem stendur, en hann tekur nú þátt í móti vikunar á PGA Tour, CIMB Classic í Malasíu. Mickelson er nú í 25. sæti á samtals 3 undir pari, 141 höggi (71 70). Í gær hafði hann m.a. eftirfarandi að segja um hring sinn: „Ég minnist þess ekki að slátturinn hafi verið svona slæmur í lengri tíma. Ég tek kylfuna of mikið inn og missi hana alltof bratt þar á eftir. Höfuðið á mér er ekki kjurt og fæturnir eru arfaslakir. Þetta er slæmt – en ég er samt að pútta vel.“ Í efsta sæti eftir 2 spilaða hringi er mikill vinur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2013 | 11:00

LPGA: Pettersen leiðir í Taíwan

Hola í höggi varð til þess að Suzann Pettersen jók enn forystu sína á  Sunrise LPGA Taiwan Championship í dag en Suzann er nú með 5 högga forystu á næstu keppendur eftir aðeins 2 keppnisdaga. Eftir 1. dag var Suzann með 3 högga forystu eftir hring upp á 68 og hún fylgdi honum eftir í dag með hring upp á 69, þar sem hún fékk m.a. ás á 2. holu vallarins af 133 yarda (122 metra) færi. Samtals er Suzann á 7 undir pari, 137 höggum (68 69). Solheim stjarnan Pettersen fékk líka fugl á 9. braut;  lauk fyrri 9 á 33 höggum og tók skolla á 14. aftur með fugli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2013 | 09:45

Evróputúrinn: Guthrie eykur forskot sitt

Eftir 2. dag BMW Masters styrkt af SRE Group, í Lake Malaren golfklúbbnum í Shanghaí, Kína, er það Bandaríkjamaðurinn Luke Guthrie sem leiðir. Hann var í forystu eftir 1. dag en jók enn forystu sína, er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum (65 71). Næstu menn á eftir h0num eru 4 höggum á eftir á samtals 4 undir pari, hver, en það eru þeir: Simon Dyson, Thongchai Jadee, Paul Casey, Craig Lee, Scott Jamieson og Ricardo Gonzales, og  deila þessir 6, 2. sætinu. Einn í 8. sæti er Rafa Cabrera-Bello frá Kanarí-eyjum á samtals 3 undir pari  og síðan deila 3 kylfingar 9. sætinu á samtals 2 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2013 | 09:30

Evróputúrinn: Luke Donald óánægður með reglurnar sem knúðu Luiten til að taka 1 högg á BMW Masters

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald, er óánægður með nýjar reglur Evrópumótaraðarinnar sem ollu heldur óvæntri uppákomu í gær á BMW Mastes á Lake Malaren í Shanghai, Kína. Hollendingurinn Joost Luiten sem var í ráshóp með Luke Donald sló aðeins 100 m högg af 1. teig en dró sig síðan úr mótinu vegna axlarmeiðsla sem hann hlaut á æfingu fyrr í vikunni. Nýju reglurnar ganga út á að kylfingar Evrópumótaraðarinnar verði a.m.k. að hafa spilað í 2 mótum  af 3 rétt áður en og til þess að geta spilað í DP World Championship í Dubai í November. „Ef þessi nýja regla hefði ekki verið í gildi myndi Joost hafa dregið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2013 | 09:00

Birgir Leifur í 52. sæti eftir 3. dag

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk við 3. hring á 1. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina. Keppt er á Callaway Gardens Mountain golfvellinum í Pine Mountain, Georgíu, sem Golf 1 hefir áður fjallað um – sjá með því að SMELLA HÉR:  og SMELLA HÉR:  Birgir Leifur er samtals búin að leik á 2 yfir pari, 218 höggum (71 73 74). Sem stendur er Birgir Leifur einn í 52. sæti. Vonandi á Birgir Leifur hring ævinnar í dag en hann verður a.m.k. að vinna upp 5 högg til þess að verða meðal efstu 30. og þeirra sem deila 30. sætinu, en það er markið sem hann verður að ná til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2013 | 16:30

GK: Strákarnir hófu ekki leik á EM klúbbliða vegna veðurs

Keilisstrákarnir gátu ekki hafið leik á EM klúbbliða vegna slæms veðurs í Lissabon, Portúgal í dag. Þeir  Rúnar Arnórsson, Gísli Sveinbergsson og Birgir Björn Magnússon ásamt Björgvini Sigurbergssyni, yfirþjálfara Keilis komu á mótssvæðið í Lissabon á Evrópumót klúbbliða síðastliðinn mánudag. Hafa strákarnir verið við æfingar  á vellinum síðastliðna tvo daga og er vonandi að það takist að hefja leik á morgun – en óvíst er á þessari stundu hvort spilaðir verða 2 hringir á morgun eða hvort mótið verður stytt í 2. hringja mót. Fylgjast má með gengi strákanna á morgun með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ian Michael Baker Finch – 24. október 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Ian Michael Baker Finch. Hann fæddist 24. október 1960 í Nambour, Queensland í Ástralíu og er því 53 ára í dag. Ian Michael ólst upp í sama nágrenni í Queensland og heimsþekktir ástralskir kylfingar þ.e. Greg Norman og Wayne Grady.  Þekktastur er Ian Michael fyrir að sigra á Opna breska, árið 1991. Ian Michal gerðist atvinnumaður í golfi 1979. Hann segir Jack Nicklaus hafa haft mest áhrif á feril sinn, þar sem hann segist hafa byggt golfleik sinn á bók Gullna Björnsins (Nicklaus) „Golf My Way”. Á atvinnumannsferli sínum sigraði Ian Michael 17 sinnum; 2 sinnum á PGA; 2 sinnum á Evróputúrnum; 3 sinnum á japanska PGA; 17 sinnum á Ástralasíutúrnum (sum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2013 | 15:45

Golfvellir í Frakklandi: Golf-de-Saint-Nom-La-Bretéche (1/10)

Hér á næstu dögum verða kynntir 10 golfvellir nálægt París, í Frakklandi. Byrjað verður á golfstað sem þekktur er um alla Evrópu, einkum í kvennagolfinu því þar fer fram hið árlega Trophée Lancôme, sem er eitt virtasta kvennamót Evrópu (fór fram óslitið þar á árunum 1970-2003) og á sér e.t.v. einhverja samsvörun í Lancôme mótinu sem haldið er að Hellu á hverju vori og markar upphafið hjá mörgum kvenkylfingnum hér á landi.  A.m.k. hefir  Lancôme um langt árabil verið sterkur styrktaraðili golfs. Saint-Nom-La-Bretéche vellirnir eru tveir: Rouge og Bleu, báðir par-72, 18 holu þ.e. Rauði og Blái völlurinn og báðir hannaðir af Fred Hawtree.  Sá rauði er lengri eða 6252 m Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2013 | 13:30

Evróputúrinn: Guthrie efstur – Daly í 2. sæti!

Í dag hófst BMW Masters styrkt af SRE Group, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Mótið fer fram í Lake Malaren golfklúbbnum í Shanghaí, Kína. Í efsta sæti eftir 1. dag á 7 undir pari, 65 höggum er Luke Guthrie og í 2. sæti er enginn annar en John Daly, 3 höggum á eftir á 4 undir pari. Einn í 3. sæti er Titleist erfinginn Peter Uihlein á 3 undir pari, 69 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á BMW Masters mótinu styrktu af SRE Group SMELLIÐ HÉR: