Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2013 | 17:30

Chamblee biður Tiger afsökunar

Brandel Chamblee, fréttasnápur golf.com og Golf Channel hefir beðist afsökunar á grein sinni þar sem hann ýjaði að því að Tiger væri svindlari og líkti honum við krakka sem svindlaði á prófi og fékk F fyrir (sá krakki var reyndar Chamblee sjálfur) Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: 

Chamblee sagði að það sem hefði fengið hann til að biðjast afsökunar væri þegar hann varð sér meðvitaður að ummæli hans hefðu reitt fólk til reiði sama hvort fólkt teldi Tiger hafa svindlað eða ekki.

„Golf er heiðursmannaíþrótt og ég er ekki stoltur af þessari umræðu. Ég við biðja Tiger afsökunar fyrir greinina. Ásetningur minn var að vekja athygli á brotum Tiger í ár, en að bera það saman við krakka sem svindlar í barnaskóla er of langt gengið.“

Í grein sinni sagði Chamblee m.a. að Tiger „hefði farið frjálslega í að túlka golfreglur,“ og nefndi til sögunnar 4 „svindl“tilvik þar sem Tiger kom við sögu í ár. Chamblee líkti þessu, eins og að framan segir, við það þegar hann svindlaði í barnaskóla.

Umboðsmaður Tiger, Mark Steinberg, sagði ESPN.com í síðustu viku að málsókn væri inn í myndinni af þeirra hálfu og verður fróðlegt að sjá nú hvort af henni verður.