Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2013 | 18:00

NÝTT á Golf 1!!! Golfvellir í Frakklandi

Golf 1 mun nú á næstu dögum hefja kynningu á 10 golfvöllum í Frakklandi, en sjónum verður einkum beint að golfstöðum í kringum París.

Golf 1 hefir áður verið með kynningar á golfvöllum einkum á vinsælum golfáfangastöðum Íslendinga á Spáni, en nú verður litið yfir til nágrannaríkisins Frakklands, þar sem í raun er rík hefð fyrir golfi, þótt því miður hafi íþróttin enn stimpil forréttindaíþróttar hinna ríku á sér.

Árið 2010 tók Evrópska golfsambandið (European Golf Association) saman tölfræði yfir fjölda golfvalla í Evrópu og þar var Frakkland í 3. sæti yfir flesta golfvelli á eftir Englandi og Þýskalandi – en alls voru þá 574 golfvellir í Frakklandi (Í Englandi voru 1881 og í Þýskalandi 700 – Írland var í 5. sæti með 417 golfvelli á eftir Svíþjóð sem var í 4. sæti með 456 – Ísland var í 18. sæti með 66 golfvelli!)

Ljóst er að einungis verður brotabrot af golfstöðum og völlum Frakklands kynnt hér næstu daga. Vonandi eru greinarnar engu að síður fræðandi fyrir lesendur og veita einhverjum nýjar hugmyndir um áhugaverða golfvelli til að spila á.