Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2013 | 07:30

Tökur hafnar á nýrri golfkvikmynd – „The Squeeze“

Tökur eru hafnar á nýrri golfkvikmynd: „The Squeeze“ en með aðalhlutverk fara Chris McDonald (sem áður hefir leikið í golfkvikmyndunum „Happy Gilmore“ og „Requiem for a Dream“) og Jeremy Sumpter („Peter Pan,“ „Friday Night Lights“).

Með önnur hlutverk fara Michael Nouri („Flashdance,“ „The Proposal“), Katherine LaNasa („The Campaign,“ „Alfie“) og Jillian Murray („Never Back Down,“ „Cougar Hunting“).

Kvikmyndinni er leikstýrt af  Terry Jastrow – sjöföldum sigurvegara Emmy verðlauna og sem hlotið hefir 17 tilnefningar sem sjónvarpsíþróttastjóra  fyrir Ólympíuleikana og Wide World of Sports. Framleiðendur eru George Parra („Sideways,“ „The Descendants,“ „Silver Linings Playbook“); Anne Archer („Fatal Attraction,“ „Patriot Games,“ „Clear and Present Danger“); Michael Doven („Mission Impossible,“ „The Last Samurai“); og Brian McCormack („The Lucky Ones“).

Myndin er um hinn 20 ára Augie Baccas (leikinn af Sumpter), sem býr í smábæ, þar sem hann vinnur bæjargolfmótið með 15 högga mun á næsta mann og slær við vallarmeti sínu.

Eftir sigurinn kemur Suðurríkja veðmálahundurinn Riverboat (McDonald) upp að honum ásamt eiginkonu sinni Jessie (La Nasa), en þau tvö höfðu heyrt af sigrinum á útvarpsstöð bæjarins þegar þau eru á leið frá Mississippi til Las Vegas.

Parið beygir af leið í átt til smábæjarins og finna þar Augie og beita hann fortölum að hætta við draum sinn um að spila á Opna bandaríska risamótinu og fara þess í stað að spila fyrir Riverboat í veðmálagolfleikjum.

Baccas samþykkir en reitir þar með kærestu sína Natalie (Murray) til reiði sem horfir upp á hann hverfa frá draumum sínum og leggja heilindi sín að veði. Augie notar golfhæfileika sína til þess að vinna meira og meira veðmálafé og tekur alltaf meiri áhættur.  Allt nær hámarki þegar hann á að spila við kunnan veðmálahund í Las Vegas, Jimmy Diamonds (Nouri), sem er með tengsl við mafíuna.

Augie heldur áfram að vinna öll veðmál en Diamonds er nóg boðið, brýst inn til Augie og tilkynnir honum þar, ógnandi ef hann tapi ekki milljón dollara veðmálinu daginn eftir þá muni hann enda á botni hótelsundlaugarinnar með steypuklump um fæturna.  Lífhræddur reynir Augie að flýja en finnst af Riverboat sem hótar honum einhverju svipuðu. Augie er því steiktur hvort sem hann vinnur eða tapar.

Í fréttatilkynningu segja framleiðendur „The Squeeze“ að myndin sé einskonar blanda milli „Tin Cup“ og „The Sting,“ með „dash-i“ af „Caddyshack.“

Meðal starfsmanna Jastrow sem sjá eiga um frumleika kvikmyndarinnar (ens. creative team) er  stjóri  cinematography-unnar Taron Lexton, framleiðsluhönnuðurinn Stephen Lineweaver og búningahönnuðurinn Ellen Falguiere.

„The Squeeze“ er fjármögnuð af einkaaðilum og fara tökur fram í  Wilmington, Norður-Karólínu, en einnig mun verða tekið upp í  Las Vegas.

Frá golfvellinum í Wilmington þar sem tökur á The Squeeze fara fram

Frá golfvellinum í Wilmington þar sem tökur á The Squeeze fara fram

Sjá má allt nánar um kvikmyndina með því að smella á eftirfarandi tengil:  http://www.thesqueezemovie.com.

Þess mætti að lokum geta að einn af leikurnum „The Squeeze“ komst í fréttirnar vegna þess að hann var tekinn ölvaður undir stýri í Wilmington, sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: