Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 13:29

Birgir Leifur hefur keppni í úrtökumóti fyrir Web.com

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur í dag  keppni á 1. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina. Keppt er á Callaway Gardens Mountain golfvellinum í Pine Mountain, Georgíu, sem Golf 1 hefir áður fjallað um – sjá með því að SMELLA HÉR:  og SMELLA HÉR:  Birgir Leifur var að fara út einmitt við birtingu þessarar fréttar (kl. 13:29) og fór hann út af 1. teig. Vonandi stendur hann sig vel en 25 efstu af 75 þátttakendum komast áfram á næsta stig úrtökumótsins. Þess ber þó að geta að þátttakendur í mótinu eru í sterkari kantinum – ber þar fyrst að geta 16 heimamanna frá Georgíu, sem gera má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 12:55

Wie ambassador á Ólympíuleikunum

Michelle Wie, sem hjálpaði til við að golf varð aftur að keppnisgrein á Ólympíuleikunum hefir verið valin sérlegur ambassador unga fólksins, segir í tilkynningu alþjóðaolympíunefndarinnar frá því í gær. (Mánudaginn 21. október 2013). Wie, 24 ára, mun einnig leiðbeina kylfingum á Nanjing Youth Games, 2014, þ.e. á næsta ári.  Ólympíusundkappinn Michael Phelps og ólympíustangarstökkvarinn Yelena Isinbayeva voru einnig útnefnd ambassadorar unga fólksins. Wie vonast til þess að verða einnig meðal keppenda á Ólympíuleikunum 2016, þegar golf verður ein keppnisgreina aftur í fyrsta skipti í meira en öld. „Ég var á Olympíuleikunum í London á síðasta ári og þaðan kemur innblásturinn,“ sagði Wie, sem var hluti af nefnd sem fór fram á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 12:25

GVS: Björn Arnar og Snorri Jónas sigruðu í 5. móti haustmótaraðarinnar

Síðastliðinn laugardag fór fram 5. mótið af 6 í haustmótaröð Golfklúbbs Vatnsleysustrandar. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með og án forgjafar. Þátttakendur voru 16 og enginn kvenkylfingur þar á meðal 🙁 Þrátt fyrir dræma þátttöku eru glæsileg verðlaun og fengu 4 verðlaun í báðum flokkum. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Í punktakeppni með forgjöf:  1. sæti  Gisting og 3ja rétta máltíð fyrir 2 í Bláa lóninu –  Björn Arnar Rafnsson, 20 punktar 2. sæti Aðgangur og 3ja rétta máltíð fyrir 2 í Bláa lóninu – Snorri Jónas Snorrason, 18 punktar (tók ekki verðlaun þar sem hann var í 1. sæti án forgjafar) þess í stað tók verðlaun fyrir 2. sætið  Kristinn Ástvaldsson, GVS 17 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 12:00

Rory og Hanson slá kínverskar trommur

Það hefir ekki farið fram hjá neinum golfáhugamanninum að BMW Masters mót vikunnar á Evrópumótaröðinni, fer fram í Shanghai, Kína nú í vikunni. Flest af stóru nöfnunum, sem þátt taka í mótinu eru mætt til Shanghaí, þ.á.m. sænski kylfingurinn Peter Hanson og norður-írski nr. 6, Rory McIlroy. Þeir fengu að spreyta sig á að slá kínverskar trommur, en allskyns hátíðir, gala dinnerar og uppákomur eru fyrir mótið. Hér má sjá Rory og Peter Hanson slá kínverskar trommur. Hvor tekur sig betur út? Dæmið sjálf með því að SMELLA HÉR: en athugið að auglýsingar eru áður en trommuatriðið hefst!

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 10:45

Er Adam Scott heitasti íþróttamaðurinn?

Þegar maður leitar á internetinu að áhugaverðu lesefni fyrir lesendur Golf 1 verður ekki hjá því komist að rekast á fjölbreytilegt efni. Ein greinin sem fannst er á vefsíðu Bro Jackson og höfðar e.t.v. meira til kvenlesenda Golf 1 …. og e.t.v. einhverra karlmanna líka. Fréttamaður Bro Jackson gerði smá könnun þ.e. hvort Adam Scott , sem ítrekað er valinn kynþokkafyllsti kylfingurinn sé jafnframt líka „heitasti“ íþróttamaðurinn? Hún ákvað að gera samanburð á Adam Scott og 10 karlkyns íþróttamönnum sem sátu naktir fyrir í síðasta tölublaði ESPN Body Issue. Matið byggist ekki á hreinu útliti heldur fer fréttamaður eftir. hvernig viðkomandi íþróttamaður skorar í félagsmiðlum s.s. Twitter,  hvernig ímynd viðkomandi sé Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 09:30

Henrik Stenson meiddur

FedEx Cup meistarinn Henrik Stenson er í miklum vafa hvort hann geti tekið þátt BMW Masters eftir að hann meiddist á úlnlið við æfingu í Flórída í síðustu viku. Stenson kom til Shanghai með forarm sinn stokkbólginn og sagðist hafa meitt sig við æfingu á Lake Nona golfvellinum í Orlando. Nr. 4 á heimslistanum er skráður til leiks í 7 mót það sem eftir er árs, en fer í röntgen með handlegg sinn seinna í dag. „Ég er búinn að vera í 4 vikna fríi frá Tour Championship en því miður á ég í nokkrum vandræðum með hægri úlnlið minn og forhandlegg,“ sagði Stenson. Það er kannski ekki nema von miðað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 09:00

Rosapenna golfstaður Írlands 2013

Rosapenna Hotel & Golf Resort í Donegal sýslu á Írlandi hlaut í gær (21. október 2013) viðurkenningu Ireland Golf Tour Operator Association’s (IGTOA)  fyrir að vera golfstaður ársins 2013. (Komast má á heimasíðu Rosapenna með því að SMELLA HÉR: ) Viðurkenningin var afhent með athöfn á Gala Irish Golf Awards í  The Europe hótelinu í  Killarney, Írlandi, í gær. John Casey, framkvæmdastjóri Rosapenna sagði m.a.: “The Ireland Golf Tour Operator Association er virtasta stofnunin hvað varðar mat á írsku golfi bæði hér heima (á Írlandi) og alþjóðlega.“ „Að hljóta þessa viðurkenningu um að vera golfstaður Írlands á árinu 2013 er gríðarlegur heiður fyrir okkur öll á Rosapenna en við stærum okkur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 08:30

Rory tilbúinn fyrir mótin í Shanghai

Eftir að hafa landað 2. sætinu á Kolon Korea Open nú á sunnudaginn, þá eru vonir Rory McIlory miklar um gott gengi í næstu tveimur mótum sem hann tekur þátt í, í Shanghai, í Kína. BMW Championship fer fram nú í vikunni og heimsmótin WGC-HSBC Championships fara fram í lok mánaðarins. „Ég geri miklar kröfur til mín á þessum tveimur mótum,“sagði Norður-Írinn í golfbúðum við golfklúbbinn Lake Malaren í Shanghai, í gær. „Svo lengi sem ég ræð við pútt vandamál mín þá ætti ég að geta unnið á öðru hvoru þeirra.“ McIlroy sagði að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með pútt sín á Korea Open, þar sem hann tapaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2013 | 23:59

Introducing Icelanders who play on US College Golf teams no. 11: Hrafn Guðlaugsson

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2013 | 21:30

Heimslistinn: Simpson í 17. sæti!

Webb Simpson fór úr 24. sætinu upp í 17. sæti heimslistans vegna sigurs síns á Shriners Hospitals for Children Open nú um helgina. Þetta er besti árangur Simpson nú á árinu, frá því að hann var í 16. sæti eftir T-15 árangur á Players Championship í ár. Þetta er hins vegar ekki besti árangur Simpson á heimslistanum – hann var í 5. sæti eftir sigur sinn á Opna bandaríska 2012. Sigur hans í Las Vegas í gær er 4. titill hans á PGA Tour. Ryo Ishikawa sem varð jafn öðrum í 2. sæti á TPC Summerlin (þ.e. á  Shriners Hospitals for Children Open) fór upp um 42 sæti á heimslistanum úr 154. Lesa meira