Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2013 | 10:00

Westwood vonast til að setja Stenson undir pressu

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er þeirrar trúar að hann þurfi aðeins einn góðan árangur í móti til þess að verða nr. 1 í Evrópu í fyrsta sinn – en Lee Westwood vonast til að tryggja sér slíkan titil í þriðja sinn.

Stenson er með $425,573 (£362,660) forskot fram yfir  Graeme McDowell á peningalista Evrópumótaraðarinnar Race to Dubai fyrir  BMW Masters í Shanghai — sem er fyrsta mótið í síðustu 4 mótum á Evróputúrnum.

Henrik Stenson

Henrik Stenson

Sigurvegarinn á Lake Malaren hlýtur . $850,000 (£725,000) en heildarvinningsupphæð er £20 milljónir í öllum mótunum fjórum. Lee Westwood hefir ekki gefið upp vonina um að vinna $1 milljón og setja þar með pressu á Stenson.

„Þetta eru fjórar „stórar“ vikur sem hefjast hér með BMW Masters,“ sagði Stenson, sem varð í 2. sæti á Opna breska á Muirfield, í 3. sæti á Opna bandaríska á Oak Hill og vann síðan the Deutsche Bank Championship and Tour Championship og hlaut að launum £6.2milljóna bónusinn fyrir að sigra FedEx bikarinn.

„Það er mikið af stigum og peningum enn eftir í vinningspottum þessara móta.  Það þarf ekkert annað en einn sigur frá einhverjum þessara stráka eða nokkrum þessara stráka til þess að þeir nái mér eða fari fram úr mér.“

„Þannig að ég ætla bara að einbeita mér að leik mínum og reyna að eiga nokkrar góðar vikur og vonandi get ég náð einni góðri viku af þessum fjórum og það ætti voanandi að nægja til þess að vinna titilinn að loknum þessum 4 vikum.“

„Augljóslega er ég ánægður með keppnistímabilið.  Þetta var jafnvel besta tímabil mitt áður en ég vann FedEx Cup, ég var búin að ná mörgum topp áröngrum og var með góðan sigur í bletinu. Auðvitað skemmdi sigurinn á Tour Championship og það að sigra FedEx ekki fyrir,“ sagði Stenson.

„Það er alveg ágætt að sitja hér 37 ára – ég er ekki gamall en ekki ungur, heldur.

„Það er ágætt að hafa átt besta ár mitt þarna. Ég sótti mér innblástur hjá félaga mínum Robert Karlsson. Ég held að hann hafi átt besta tímabil sitt þegar hann vann stigalistann þegar hann var í kringum 40 ára (í raun var Karlsson 39 ára).“

Lee Westwood

Lee Westwood

Westwood hefir einnig verið að glíma við meiðsli og viðurkennir að hann viti ekkert hvort hann muni verða „ferskur eða ryðgaður,“ eftir 5 vikna frí.

Fyrrum nr. 1 (Westwood) sagði: „Í lok FedEx Cup mótaraðarinnar, var ég með bakverki þannig að ég fór heim í 5 vikur og var í endurhæfingu, var mikið í ræktinni að gera teygjuæfingar en nú er allt aftur eðlilegt og ég get einbeitt mér að mótum í lok ársins.“

„Það eru fjögur stór mót framundan og ég er virkilega hissa á því, reyndar, að ég hafi aðeins spilað í 9 mótum á Evrópumótaröðinni þetta árið en ég á enn tækifæri á að verða efstur á peningalistanum. Ég hlakka til þess að ljúka árinu vel.“

„Fókusinn er á að spila vel í síðustu mótunum fjórum og sjá hvað gerist það. Þetta eru gríðarlega stór mót með stórum peningaverðlaunum, þannig að sigur eða nokkrir góðir topp árangra geta skotið manni þarna upp (á peningalistanum).

Mörg önnur stór nöfn eru meðal þátttakenda á BMW Masters, sem hefst á morgun: Rory McIlroy, Ian Poulter og Luke Donald.

Loks taka einnig 5 skoskir kylfingar í mótinu: — Craig Lee, Marc Warren, Scott Jamieson, Paul Lawrie og Stephen Gallacher.