Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2013 | 06:45

Ko gerist atvinnumaður – Myndskeið

Lydia Ko gerðist opinberlega atvinnumaður í golfi í gær … en það gerðist á golfhring með geysivinsælum nýsjálenskum rugby leikmanni, sem er 9 árum eldri en hún eða 25 ára og heitir „Izzy“ eða fullu nafni Israel Dagg.

Búið var til skemmtilegt myndskeið þar sem Ko tilkynnir að hún gerist pro á hringnum með Izzy, en það má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Í myndskeiðinu kom jafnframt fram að Ko muni spila í sínu fyrsta móti sem atvinnumaður í Flórída um miðjan næstan mánuð.