GK: Keilir varð í 11. sæti á EM klúbbliða
Rúnar Arnórsson, GK spilaði enn best af Keilisstrákunum á EM klúbbliða á síðari hring mótsins. Rúnar lék fyrri hring í gær á 1 yfir pari 73 höggum og bætti sig um 1 högg í dag var á sléttu pari, 72 höggum eða samtals 145 höggum. Næstbest lék Gísli Sveinbergsson, sem var á 80 höggum í gær, en bætti sig um 6 högg í dag, lék á 74 höggum! Samtals er Gísli á næstbesta skorinu 10 yfir pari, 154 höggum (80 74). Birgir Björn Magnússon, var á lakasta skorinu í dag af Keilisstrákunum 86 höggum. Samtals lék Birgir Björn á 18 yfir pari, 162 höggum (76 86). Sveit Keilis lauk keppni í Lesa meira
Wie í Vogue
Michelle Wie hefir ekkert átt sérstakt ár á golfvellinum, þrátt fyrir miklar æfingar og vonir um að þetta fari nú að smella hjá henni. Hún er þar í raun í sömu sporum og Martin Kaymer og Rory McIlroy og reyndar flestir kylfingar sem á einhverjum hluta á ferlinum ganga í gegnum lægð golflega sérð. Hér verður rifjuð upp 4 ára grein og myndir sem birtust af Michelle Wie í kóreanska tískutímaritinu Vogue. Þar sagði Michelle m.a.: „Ég hef alist upp við að líta á Vogue tímaritin allt frá því ég var lítil. Þegar ég horfi á brosandi módelin hugsa ég um hversu falleg þau eru og mér finnst ég hamingjusöm. Lesa meira
PGA: Stroud og Moore leiða eftir 3. dag í Malasíu
Það eru Bandaríkjamennirnir, Chris Stroud og Ryan Moore, sem leiða eftir 3. dag á CIMB Classic mótinu, sem fram fer í Kuala Lumpur G&C Club, í Malasíu. Báðir eru þeir búnir að spila á 12 undir pari, 204 höggum; Stroud (67 69 68) og Moore (63 72 69). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru þeir Gary Woodland og Kiradech Aphibarnrat á 11 undir pari, hvor. Jerry Kelly frá Bandaríkjunum er einn í 4. sæti á samtals 10 undir pari og síðan deila 3 kylfingar 6. sætinu á samtals 9 undir pari, hver þ.á.m. forystumaður gærdagsins, Keegan Bradley. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á CIMB Lesa meira
Evróputúrinn: Dyson úr leik á BMW Masters fyrir að snerta púttlínu
Simon Dyson er úr leik á BMW Masterss mótinu í Shanghai fyrir að snerta púttlínu. Dyson var aðeins 4 höggum á eftir forystunni, en var vítaður fyrir að setja niður pútterinn sinn á föt milli bolta og bolla á 3. hring mótsins. Hinn 35 ára Dyson bætti ekki við 2 högga víti á skorkort sinn eftir að þetta gerðist á 8. holu og því varðaði það frávísun. Dyson er í 66. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar og aðeins 60 efstu fá að spila í Dubai í næsta mánuði. Sexfaldur sigurvegarinn á Evróputúrnum (Dyson) var á 70 höggum á 2. hring og deildi 2. sæti á eftir Luke Guthrie ásamt 5 öðrum Lesa meira
Evróputúrinn: Cabrera-Bello og Guthrie efstir eftir 3. dag í Shanghaí
Eftir 3. dag BMW Masters styrkt af SRE Group, í Lake Malaren golfklúbbnum í Shanghaí, Kína, er það Rafa Cabrero-Bello frá Gran Canaria, sem er kominn upp við hlið Bandaríkjamannsins, Luke Guthrie sem búinn er að leiða allt mótið. Þeir eru báðir búnir að spila á 8 undir pari, 208 höggum; Guthrie (65 71 72) og Cabrera-Bello (73 68 67). Rafa sagði m.a. eftir hringinn: „Ég er virkilega ánægður að vera að spila vel og ánægður að setja saman góðan hring og vera komið í þá aðstöðu að keppa til úrslita á morgun.“ Einn í 3. sæti er Gonzo Fdez-Castaño.aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum á samtals 7 undir pari og einn í 4. Lesa meira
LPGA: Pettersen leiðir enn eftir 3. dag
Suzann Pettersen átti í smá basli í upphafi 3. hrings í gær á Sunrise LPGA Taiwan Championship en nr. 2 á Rolex-heimslistanum náði að bæta sig eftir því sem leið á hringinn og það minnaði skaðann en nú hefir hún 4 högga forystu á næstu þrjár, en var með 5 högga forystu eftir 2. dag. Samtals er Pettersen búin að spila á 6 undir pari, 210 höggum (68 69 73). Eftir hringinn sagði hún m.a.: „Ég gæti svo auðveldlega hafað tapað (niður forskotinu) hér út í dag. Þetta var, þið vitið, sumir dagar eru auðveldir, stundum eins og opinberast allt fyrir manni það sem maður ætlar að gera. Á öðrum (dögum) er Lesa meira
Birgir Leifur áfram á 67!
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk keppni í gær á 1. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina, en sú mótaröð er stökkbretti inn á PGA Tour, sterkust mótaröð heims. Keppt var á Callaway Gardens Mountain golfvellinum í Pine Mountain, Georgíu, sem Golf 1 hefir áður fjallað um – sjá með því að SMELLA HÉR: og SMELLA HÉR: Birgir Leifur lék samtals á 3 undir pari, 285 höggum (71 73 74 67), en það var frábær lokahringur hans upp á 5 undir pari, 67 högg, sem fleyttu honum yfir á 2. stig úrtökumótsins. Á hringnum missti Birgir Leifur hvergi högg, fékk 5 fugla og 13 pör. Stórglæsilegur árangur þetta hjá okkar besta Lesa meira
Golfvellir í Frakklandi: Saint Cloud (2/10)
Nú er komið að kynningu Golf 1 á golfvelli nr. 2 í kringum París, í Frakklandi. Hér í kvöld verður fjallað um uppáhaldsvöll Steinunnar Sæmundsdóttur, GR, erlendis en Steinunn er margfaldur klúbbmeistari GR og Íslandsmeistari í golfi. Uppáhaldsgolfvöllur Steinunnar erlendis er Saint Cloud í París, sjá með því að SMELLA HÉR: Saint Cloud á einmitt 100 ára afmæli í ár en 100 ár eru frá því að hann opnaði eða 1913. Hönnuður vallarins er Harry Colt. Á staðnum eru tveir golfvellir. Keppnisvöllurinn þ.e. Græni völlurinn (Vert) er 18 holu skógarvöllur, par-71, 5914 metra af öftustu teigum. Þetta er fremur flatur völlur og auðveldur undir fótinn fyrstu 7 holurnar en síðan Lesa meira
GK: Rúnar spilaði best á 1. hring EM
Rúnar Arnórsson, GK spilaði best á EM klúbbliða sem loks hófst í dag í Portúgal. Hann lék fyrsta hring á 1 yfir pari 73 höggum. Næstbest af Keilisstrákunum lék klúbbmeistarinn 2013; Birgir Björn Magnússon en hann var á 4 yfir pari, 76 höggum. Gísli Sveinbergsson var ekki að finna sig og óvanalegt að sjá hann á 80 höggum! GK er í 14. sæti af 24 í liðakeppninni eftir 1. hring á 149 höggum. Í efsta sæti eru heimamennirnir úr Vilamoura golfklúbbnum í Portúgal, á samtals 140 höggum, en tvö bestu skor telja! Sjá má stöðuna eftir 1. dag EM klúbbliða með því að SMELLA HÉR:
Kaymer bjartsýnn
Martin Kaymer er ekkert alltof hrifinn af gengi sínu á árinu og viðurkennir það fúslega. Hann verður manna fegnastur þegar þessu ári lýkur, rétt eins og félagi hans Rory McIlroy. Kaymer, sem er fyrrum nr. 1 á heimslistanum er t.a.m. fallinn niður í 38. sætið á heimslistanum og ef fram heldur sem horfir kemst hann ekkert inn á risamótin á næsta ári (að undanskildu PGA Championship). Hann hefir hins vegar tilefni til bjartsýni nú. Hann sigraði nefnilega í Sheshan International Golf Club fyrir tveimur árum, þar sem WGC-HSBC Champions, fer fram 31. október- 3. nóvember n.k. og kann einkar vel við sig þar. Hann hefir hægt og rólega verið að jafna Lesa meira










