
Evróputúrinn: Dyson úr leik á BMW Masters fyrir að snerta púttlínu
Simon Dyson er úr leik á BMW Masterss mótinu í Shanghai fyrir að snerta púttlínu.
Dyson var aðeins 4 höggum á eftir forystunni, en var vítaður fyrir að setja niður pútterinn sinn á föt milli bolta og bolla á 3. hring mótsins.
Hinn 35 ára Dyson bætti ekki við 2 högga víti á skorkort sinn eftir að þetta gerðist á 8. holu og því varðaði það frávísun.
Dyson er í 66. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar og aðeins 60 efstu fá að spila í Dubai í næsta mánuði.
Sexfaldur sigurvegarinn á Evróputúrnum (Dyson) var á 70 höggum á 2. hring og deildi 2. sæti á eftir Luke Guthrie ásamt 5 öðrum kylfingum.
Enginn tók eftir brotinum fyrr en sjónvarpsáhorfandi setti sig í samband við aðaldómara mótsins John Paramor og benti honum á reglubrotið.
Atvikið var skoðað og Dyson talinn hafa brotið reglu 16-1a, sem bannar leikmanni að snerta púttlínuna.
„Þegar atvikið var skoðað, sást að Simon (Dyson) snerti púttlínuna 2. pútts síns eftir að hafa merkt og lyft bolta sínum á flöt,“ sagði Paramor.
„Hann bætti ekki 2 högga víti á skorkort sitt þegar hann undirritaði það og því hefir honum verið vísað úr mótinu.“
Vegna brotsins hlýtur Dyson ekki tékka fyrir þátttöku í mótinu og erfiðara verður fyrir hann að vinna upp 6 sætin sem hann þarf, ef hann ætlar sér að spila í Dubai.
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi