Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2013 | 10:30

Evróputúrinn: Dyson úr leik á BMW Masters fyrir að snerta púttlínu

Simon Dyson er úr leik á BMW Masterss mótinu í Shanghai fyrir að snerta púttlínu.

Dyson var aðeins 4 höggum á eftir forystunni, en var vítaður fyrir að setja niður pútterinn sinn á föt milli bolta og bolla á 3. hring mótsins.

Hinn 35 ára Dyson bætti ekki við 2 högga víti á skorkort sinn eftir að þetta gerðist á 8. holu og því varðaði það frávísun.

Dyson  er í 66. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar og aðeins 60 efstu fá að spila í Dubai í næsta mánuði.

Sexfaldur sigurvegarinn á Evróputúrnum (Dyson) var á 70 höggum á 2. hring og deildi 2. sæti á eftir Luke Guthrie ásamt 5 öðrum kylfingum.

Enginn tók eftir brotinum fyrr en sjónvarpsáhorfandi setti sig í samband við aðaldómara mótsins John Paramor og benti honum á reglubrotið.

Atvikið var skoðað og Dyson talinn hafa brotið reglu 16-1a, sem bannar leikmanni að snerta púttlínuna.

„Þegar atvikið var skoðað, sást að Simon (Dyson) snerti púttlínuna 2. pútts síns eftir að hafa merkt og lyft bolta sínum á flöt,“ sagði Paramor.

„Hann bætti ekki 2 högga víti á skorkort sitt þegar hann undirritaði það og því hefir honum verið vísað úr mótinu.“

Vegna brotsins hlýtur Dyson ekki tékka fyrir þátttöku í mótinu og erfiðara verður fyrir hann að vinna upp 6 sætin sem hann þarf, ef hann ætlar sér að spila í Dubai.