Sunset at Hvaleyrin, the golfcourse of Golf Club Keilir in Hafnarfjörður. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2013 | 22:00

GK: Keilir varð í 11. sæti á EM klúbbliða

Rúnar Arnórsson, GK spilaði enn best af Keilisstrákunum á EM klúbbliða á síðari hring mótsins.

Rúnar lék fyrri hring í gær á 1 yfir pari 73 höggum og bætti sig um 1 högg í dag var á sléttu pari, 72 höggum eða samtals 145 höggum.

Næstbest lék Gísli Sveinbergsson, sem var á 80 höggum í gær, en bætti sig um 6 högg í dag, lék á 74 höggum! Samtals er Gísli á næstbesta skorinu 10 yfir pari, 154 höggum (80 74).

Birgir Björn Magnússon, var á lakasta skorinu í dag af Keilisstrákunum 86 höggum.  Samtals lék Birgir Björn á 18 yfir pari, 162 höggum (76 86).

Sveit Keilis lauk keppni í 11. sæti af 24 liðum sem þátt tóku, á samtals 295 höggum en bestu skor daganna tveggja  töldu.  Sigurvegarar voru heimamennirnir í Vilamoura golfklúbbnum á samtals 279 höggum .

Lokastöðuna á EM klúbbliða má sjá með því að SMELLA HÉR: