Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2013 | 10:00

Evróputúrinn: Cabrera-Bello og Guthrie efstir eftir 3. dag í Shanghaí

Eftir 3. dag BMW Masters styrkt af SRE Group, í Lake Malaren golfklúbbnum í Shanghaí, Kína, er það Rafa Cabrero-Bello frá Gran Canaria, sem er kominn upp við hlið Bandaríkjamannsins, Luke Guthrie sem búinn er að leiða allt mótið.

Þeir eru báðir búnir að spila á  8 undir pari, 208 höggum; Guthrie (65 71 72) og Cabrera-Bello (73 68 67).

Rafa sagði m.a. eftir hringinn: „Ég er virkilega ánægður að vera að spila vel og ánægður að setja saman góðan hring og vera komið í þá aðstöðu að keppa til úrslita á morgun.“

Einn í 3. sæti er Gonzo Fdez-Castaño.aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum á samtals 7 undir pari og einn í 4. sæti er Seve Trophy hetjan, Grégory Havret frá Frakklandi á samtals 6 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á BMW Masters mótinu styrktu af SRE Group SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á BMW Masters mótinu styrktu af SRE Group SMELLIÐ HÉR: