Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2013 | 12:00

Kaymer bjartsýnn

Martin Kaymer er ekkert alltof hrifinn af gengi sínu á árinu og viðurkennir það fúslega. Hann verður manna fegnastur þegar þessu ári lýkur, rétt eins og félagi hans Rory McIlroy.

Kaymer, sem er fyrrum nr. 1 á heimslistanum er t.a.m. fallinn niður í 38. sætið á heimslistanum og ef fram heldur sem horfir kemst hann ekkert inn á risamótin á næsta ári (að undanskildu PGA Championship).

Hann hefir hins vegar tilefni til bjartsýni nú.

Hann sigraði nefnilega  í Sheshan International Golf Club fyrir tveimur árum, þar sem  WGC-HSBC Champions, fer fram 31. október- 3. nóvember n.k. og kann einkar vel við sig þar.

Hann hefir hægt og rólega verið að jafna sig á sambandsslitunum við fyrrum kærestu sína, Alison Micheletti, sem gifti sig nýja kærestanum nú um daginn.  Sjá umfjöllun Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Kaymer er bjartsýnn á gott gengi í Kína en hann hefir algerlega einbeitt sér að golfinu og árangurinn hefir ekki látið á sér standa – hann er aftur farinn að sjást meðal efstu 10 á mótum og fróðlegt að sjá hvernig 2012 Ryder Cup hetjan Kaymer stendur sig í Sheshan!