Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2013 | 19:00

GK: Rúnar spilaði best á 1. hring EM

Rúnar Arnórsson, GK spilaði best á EM klúbbliða sem loks hófst í dag í Portúgal.

Hann lék fyrsta hring á 1 yfir pari 73 höggum.

Næstbest af Keilisstrákunum lék klúbbmeistarinn 2013; Birgir Björn Magnússon en hann var á 4 yfir pari, 76 höggum.

Gísli Sveinbergsson var ekki að finna sig og óvanalegt að sjá hann á 80 höggum!  GK er í 14. sæti af 24  í liðakeppninni eftir 1. hring á 149 höggum.

Í efsta sæti eru heimamennirnir úr Vilamoura golfklúbbnum í Portúgal, á samtals 140 höggum, en tvö bestu skor telja!

Sjá má stöðuna eftir 1. dag EM klúbbliða með því að SMELLA HÉR: