Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 18:00

Golfvellir í Frakklandi: Fontainebleu (3/10)

Nú er komið að þriðju gerseminni, sem kynnt verður af fjölskrúðugum golfvöllum í kringum París í Frakklandi. Í kvöld verður sjónum beint að Fontainebleu golfvellinum, en Golf World valdi þann völl m.a. 14. besta golfvöll á meginlandi Evrópu. Um helgar kostar um €100 (þ.e. um 16.000,-) að spila hring á Fontainbleu. Þetta er gamalgróinn 18 holu, par-72 skógarvöllur, sem er 6074 metra af öftustu teigum.  Hann opnaði 1909 og er hannaður af Tom Simpson. Hann þykir „enskastur“ af öllum völlum í Frakklandi.  Þetta er ekki auðveldasti golfvöllurinn undir fótinn en allan hringinn bylgjast hann upp og niður í hæðum.  Sum trén við þröngar brautirnar eru meira en 100 ára gömul. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 14:00

Lee tryggir sér sæti á Masters

Lee Chang-woo frá Suður-Kóreu stimplaði sig inn á Masters risamótið næsta apríl með því að sigra áAsia-Pacific Amateur Championship í Nanshan International golfklúbbnum fyrr í dag. Hinn 19. ára Suður-Kórei, sem varð í 2. sæti ásamt Rory McIlroy  í síðustu viku á Kolon Korea Open, lauk mótinu með hring upp á 70 og samtals 3 undir pari, 3 höggum á undan Shohei Hasegawa, frá Japan. „Að spila á Masters hefir verið draumur minn frá því ég byrjaði að spila golf,“ sagði Lee, sem vann Dongbu Promi Open á kóreönska PGA túrnum í síðasta mánuði. „Ég hélt ekki að ég fengi tækifæri til þess, þannig að þetta er mikill heiður. Ég hef aldrei Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og Ólafía Þórunn leika lokahringinn í The Landfall Tradition í dag

Klúbbmeistari GR 2013, Berglind Björnsdóttir og Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Björnsdóttir taka báðar þátt í The Landfall Tradition mótinu, sem hófst s.l. föstudag á Dye golfvellinum í Wilmington, Norður-Karólínu. Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum. Eftir fyrstu tvo leikna hringi er Ólafía Þórunn á besta skori Wake Forest golfliðsins, sem er í 5. sæti í liðakeppninni.  Í einstaklingskeppninni er Ólafía Þórunn í 21. sæti, búin að leika á 7 yfir pari, 151 höggi (76 75). Berglind er einnig á besta skori UNCG, sem er í 18. og neðsta sæti í liðakeppninni. Berglind er á 63. sæti í einstaklingskeppninni og er búin að spila á samtals 15 yfir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 11:45

Bandaríska háskólagolfið: Theodór í 15. sæti – Ari í 18. sæti á UAM Fall Classic

Þeir Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG tóku þátt í UAM Fall Classic mótinu dagana 21.-22. október s.l. Því miður var Golf 1 fréttavefurinn niðri vegna viðgerða þegar lokahringurinn var spilaður og einhverra hluta vegna var úrslitafrétt úr mótinu ekki skrifuð. Theodór og Ari voru þó að gera frábæra hluti og enginn golffréttamiðill hérlendis að veita þeim nokkra athygli.  Þannig varð Theodór í 15. sæti og Ari í 18. sæti í einstaklingskeppninni og voru þeir á 2. og 3. besta skori golfliðs Arkansas Monticello, sem þeir leika með og taldi skor þeirra því í 5. sætis árangri háskólans. Theodór lék á samtals 15 yfir pari, 157 höggum (78 79) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 11:11

PGA: Gary Woodland og Ryan Moore í bráðabana á mánudaginn í Malasíu

Það voru bandarísku kylfingarnir Ryan Moore og Gary Woodland, sem urðu í efsta særi á CIMB Classic mótinu í Malasíu. Mjög erfiðar aðstæður hafa verið til keppni og varð m.a. að fresta mótinu vegna úrhellisrigningar og þrumuveðurs. Ákveðið var að bráðabani milli þeirra Moore og Woodland fari fram á morgun. Báðir voru þeir Moore og Woodland á samtals 14 undir pari, 274 höggum eftir hefðbundnar 72 holur; Moore (63 72 69 70) og Woodland (68 70 67 69). Annarhvor þeirra stendur því uppi sem sigurvegari á morgun, spurning: Hver? Til þess að sjá lokastöðuna á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og félagar í 5. sæti á Jim Rivers mótinu

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese og Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State tóku þátt í Jim Rivers mótinu sem fram fór dagana 21.-22. október. Því miður var Golf1 vefurinn í viðgerð þegar lokahringurinn var leikinn og einhvern veginn hefir farist fyrir að skrifa úrslitafréttina. Ragnar Már hafnaði í 14. sæti í einstaklingskeppninni og var á 3. besta skori golfliðs McNeese, sem varð í 5. sæti í liðakeppninni. Ragnar Már lék hringina á samtals 220 höggum (72 74 74). Andri Þór lék á samtals 226 höggum (77 77 72), bætti sig um 5 högg á lokahringnum, en það kom fyrir ekki; hann hafnaði í 34. sæti í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 10:30

Evróputúrinn: Gonzo vann í Shanghaí

Það var spænski kylfingurinn Gonzalo Fdez-Castaño sem sigraði á BMW Masters í Lake Malaren í Shanghaí, Kína, í morgun. Það var erfiður lokahringurinn hjá Gonzalo, sem kallaður er Gonzo af vinum sínum, a.m.k. hefir honum verið ansi ómótt á síðustu holunni þar sem hann fékk skramba þ.e. var með 6 högg á par-4 holunni, þar sem hann lenti m.a. tvívegis í glompum. Gonzo var þó búinn að spila svo vel á 17 holunum þar á undan að hann átti inni fyrir skrambanum. „Ég vissi að þetta yrði ekki auðveldur hringur, sérstaklega þegar litið er til hvernig ég byrjaði,“ sagði Gonzo m.a. eftir að sigurinn var í höfn. „En kylfusvinninn minn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 10:00

LPGA: Pettersen sigraði í Taíwan

Norska frænka okkar, Suzann Pettersen, sigraði á Sunrise LPGA Taíwan Championship í morgun. Suzann skilaði sér inn á lokahringnum á 3 undir pari, 69 höggum og vann þannig 14. LPGA Tour sigur sinn og varði þar að auki titil sinn frá því í fyrra. Lokahringurinn var í raun aðeins einvígi milli Suzann og hinnar spænsku Azahara Muñoz. Samtals lék Suzann á 9 undir pari, 279 höggum (68 69 73 69) og átti að lokum 5 högg á Muñoz, sem varð í 2. sæti á samtals 4 undir pari. Eftir hringinn sagði Suzann: „Tilfinningin er frábær að koma hingað og verja titil minn og spila eins vel og ég gerði.  Það voru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 06:00

Nýtt golfbókunarkerfi 247golf.net frá Vestmannaeyjum vekur athygli

Nýtt bókunarkerfi fyrir golfvelli, sem hannað hefir verið af íslenska fyrirtækinu 247golf.net, frá Vestmannaeyjum vakti mikla athygli á 8. ráðstefnu golfvallareigenda í Evrópu. Rástefnan fór fram í Lissabon, Portúgal, dagana 23.-25. október s.l. en sjá má kynningarmyndskeið frá ráðstefnunni með því að SMELLA HÉR:  Framkvæmdastjóri 247golf.net Sæþór Orri Guðjónsson sagði í viðtali í Eyjafréttum að viðbrögðin við nýja kerfinu þeirra, sem hefði verið 18 mánuði í þróun, hefði verið mjög góð. Sjá má frétt Eyjafrétta um bókunarkefisnýjung 247golf.net fyrir golfvelli með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2013 | 23:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helga Jóhannsdóttir – 26. október 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Helga Jóhannsdóttir. Helga er fædd 26. október 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!! Helga er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Helga hefir verið virk í kvennastarfi Keilis og hefir tekið þátt í mörgum opnum golfmótum hérlendis með góðum árangri og spilar golf hér á landi sem erlendis. Helga er gift Aðalsteini Svavarssyni og á tvær dætur: Írisi Ösp og Agnesi Ýr. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Helga Jóhannsdóttir; GK (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Mark Bucek, f. 26. október 1961 (52 Lesa meira