Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2013 | 09:30

LPGA: Pettersen leiðir enn eftir 3. dag

Suzann Pettersen átti í smá basli í upphafi 3. hrings í gær á Sunrise LPGA Taiwan Championship en nr. 2 á Rolex-heimslistanum náði að bæta sig eftir því sem leið á hringinn og það minnaði skaðann en nú hefir hún 4 högga forystu á næstu þrjár, en var með 5 högga forystu eftir 2. dag.

Samtals er Pettersen búin að spila á 6 undir pari, 210 höggum (68 69 73). Eftir hringinn sagði hún m.a.: „Ég gæti svo auðveldlega hafað tapað (niður forskotinu) hér út í dag. Þetta var, þið vitið, sumir dagar eru auðveldir, stundum eins og opinberast allt fyrir manni það sem maður ætlar að gera. Á öðrum (dögum) er maður ekki viss um kylfuval, maður er ekki viss um að ákveðin kylfa sé nóg, eða hvort maður sé ekki bara komin með nóg …. og hvort það verði of mikið spinn. Þetta er einn af þeim dögum þar sem of mikið fer í að greina aðstæður. Þetta var bara enn einn dagur sem maður var að spila við þessar aðstæður.“

Í 2. sætið er komin Azahara Muñoz, en hún lék í gær á 69 höggum og var á besta skorinu ásamt 3 heimakonum. Aza deilir 2. sætinu með þeim Carlotu Ciganda og Yoo Sun-young  og allar eru þær á samtals 2 undir pari, hver.

Fimmta sætinu deila síðan þær Caroline Hedwall og Beatriz Recari, á samtals sléttu pari, hvor.  Evrópskir kylfingar því að standa sig geysivel í Asíu!

Til þess að sjá heildarstöðuna eftir 3. dag Sunrise LPGA Taiwan Championship  SMELLIÐ HÉR: