Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2013 | 03:00

Birgir Leifur áfram á 67!

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk keppni í gær á 1. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina, en sú mótaröð er stökkbretti inn á PGA Tour, sterkust mótaröð heims.

Keppt var á Callaway Gardens Mountain golfvellinum í Pine Mountain, Georgíu, sem Golf 1 hefir áður fjallað um – sjá með því að SMELLA HÉR:  og SMELLA HÉR: 

Birgir Leifur lék samtals  á 3 undir pari, 285 höggum (71 73 74 67), en það var frábær lokahringur hans upp á 5 undir pari, 67 högg, sem fleyttu honum yfir á 2. stig úrtökumótsins.

Á hringnum missti Birgir Leifur hvergi högg, fékk 5 fugla og 13 pör. Stórglæsilegur árangur þetta hjá okkar besta kylfingi!!!

Við hringinn góða fór Birgir Leifur líka úr 52. sætinu, sem hann var í fyrir lokahringinn upp í 26. sætið  og hann bætti sig þannig um helming.  Það voru 30. bestu skor og þau sem voru jöfn í 30. sætinu komust upp á 2. stig.  Úr þessu móti í Georgía komust því 35 af 70 keppendum upp á næsta stig.

Birgir Leifur hefir því afrekað það að ná á 2. stig úrtökumóta bæði á Evrópumótaröðinni og á bandarísku Web.com mótaröðinni – bestu mótaröðum heims.  Hann spilar næst á Spáni á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, en það úrtökumót hefst laugardaginn eftir viku og stendur dagana 2.-5. nóvember 2013.

Sjá má lokastöðuna á 1. stigi úrtökumóts fyrir Web.com sem Birgir Leifur tók þátt í, í Georgíu með því að SMELLA HÉR: