Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 08:12

Cleveland í mál við Callaway

CLEVELAND GOLF hefir höfðað mál vegna brota á vörumerkjarétti og samkeppnisrétti gegn Callaway Golf, en síðarnefnda fyrirtækið stimplaði nafnið  ‘Roger Cleveland’ á nýju Mack Daddy 2 wedga sína Árið 1990 seldi Roger Cleveland öll hlutbréf sín í Roger Cleveland Golf Company sem hann stofnaði, og árið 1996 rann fyrirtæki hans saman Callaway Golf. Fyrirsvarsmenn Cleveland Golf  urðu gífurlega pirraðir þegar Callaway setti á markað Mack Daddy 2 wedge-ana þar sem  ‘DESIGNED BY ROGER CLEVELAND’ var stimplað aftan á fleygjárnin. Svona rétt til að setja hlutina í rétt samhengi þá hefir verið höfðað mál gegn Callaway vegna þess að þeir settu nafn Roger Cleveland á kylfu sem hann hannaði. Cleveland Golf er enn eigandi fjölmargra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 07:45

DJ leiðir á HSBC eftir 2. dag

Eftir 2. dag WGC-HSBC Champions í Shanghai í Kína hefir Dustin Johnson (DJ)tekið afgerðandi forystu. Hann lék 2. hring á 9 undir pari, 63 höggum er er nú samtals á skori upp á 12 undir pari, 132 höggum og er með 5 högga forsytu á þá Bubba Watson, Boo Weekley og Rory McIlroy, sem eru í 2. sæti á samtals 7 undir pari, hver. DJ fékk hvorki fleiri né færri en 10 fugla en því miður líka 1 skolla; en það frábæra: DJ var m.a með 4 fugla í röð á fyrri 9. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag WGC-HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 07:30

Chamblee hættir hjá Golf.com – Myndskeið

Brandel Chamblee, sá sem sagði Tiger svindlara og líkti honum við sjálfan sig í 4. bekk þegar hann svindlaði og fékk F fyrir á prófi, hefir sagt upp stöðu sinni sem golffréttamaður á Golf.com, frá og með næstu áramótum.  Chamblee mun nú bara starfa hjá GolfChannel.com [NBCSports.com], en hann vann áður fyrir báða miðla. Ekki fylgir hvort uppsögnin er að hans eiginn vilja eða lagt hafi verið að honum að segja starfi sínu upp. Svo virðist sem bæði Tiger og umboðsmaður hans Mark Steinberg hafi vitað af þessu þegar þeir sögðu í gær að þeir myndu halda áfram spurning hvort Golf.com  og Golf Channel myndu gera það líka? M.ö.o. líklegt þykir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 07:00

GKG: Langstærsti klúbburinn í barna- og unglingastarfi

Langtíma stefnan skilar sér – GKG langstærst á Íslandi í barna og unglingastarfi. Stefna GKG á Íþrótta og afreksstarfi hefur verið kýrskýr og er hornsteinn þeirrar fjölskyldustefnu sem klúbburinn stendur fyrir.  Á meðfylgjandi línuriti má sjá fjölda einstaklinga undir 15 ára aldri sem skráðir eru í 11 stærstu golfklúbba landsins. GKG ber höfuð og herðar yfir aðra golfklúbba varðandi þátttökufjölda barna- og unglinga. Það er jafnframt athyglisvert að samanlagður fjöldi barna í golfklúbbunum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. GR (Reykjavík), GK (Hafnarfjörður), GKj (Mosfellsbær) og GO (Garðabær) er nánast sá sami og fjöldi barna í GKG (smellið á myndina til að stækka hana). GKG stendur jafnframt fyrir öflugum golfleikjanámskeiðum á sumrin og þar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 03:00

Matsuyama dregur sig úr HSBC

Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama dró sig úr HSBC Champions mótinu í Shanghaí, Kína, nú rétt í þessu, vegna bakmeiðsla. Matsuyama er nr. 28 á heimslistanum og var að spila á aðeins 2. heimsmóti sínu.  Hann var á 1 undir pari, 71 höggi á fyrsta hring á Sheshan International golfvellinum í Shanghaí í gær. Hinn 21 árs Matsuyama hefir sigrað þrívegis á árinu og verið meðal efstu 10 m.a. í tveimur risamótum Opna bandaríska og Opna breska. Hann lék fyrir Alþjóðaliðið í Forsetabikarskeppninni í síðasta mánuði. Matsuyama reis fyrst til frægðar þegar hann vann Asia-Pacific Amateur tvívegis sem varð til þess að hann fékk tvisvar að taka þátt í Masters risamótinu og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 20:45

Dyson svarar fyrir sig

Enski kylfingurinn Simon Dyson sendi frá sér svar við fréttatilkynningu Evrópumótaraðarinar, þar sem sagði að hann yrði að koma fyrir aganefnd vegna ásakanna um svindl á BMW Masters. Dyson hefir nú svarað fyrir sig í gegnum umboðsskrifstofu sína ISM management company: „Mér hefir verið gert grein fyrir ferlinu sem farið er í stað hjá túrnum vegna athafna minna á 2. hring BMW Masters í Shanghai í síðustu viku og er reiðubúinn til þess að sýna fullan samstarfsvilja við rannsóknir óháðrar aganefndar.   Ég myndi á þessu stigi gjarnan vilja segja að ég hef aldrei viljandi brotið reglu hvort heldur er í þessu tilviki né áður. Það var aðeins eftir að mér var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 20:00

Golfvellir í Frakklandi: Paris International (4/10)

Paris International er Jack Nicklaus golfvöllur. Hann er par-72, 6119 metra af öftustu teigum. Þetta er sívinsæll skógarvöllur, sem fær bestu einkunnir á öllum helstu miðlum sem meta golfvelli.  Hann opnaði fyrir golfleik 13. október 1991. Tré umlykja brautirnar en engu að síður er völlurinn oft á tíðum „opinn.“ Þetta er fallegur völlur, sem veldur engum vonbrigðum, með margar áhugaverðar holur, sem eflaust flestöllum kylfingum nægir ekki að spila 1 sinni! Það er greinilegt að völlurinn er hannaður af golfgoðsögn, en þeim sem líkar Jack Nicklaus velli mega ekki láta þessa perlu óspilaða!  Upplýsingar: Heimilisfang: 18 Route du Golf, Baillet-en-France, nr. Dormont, Ile-de-France, F-95560 Sími: 33 (0) 1 41 18 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 19:30

Evróputúrinn: Golfboltatilfærslukeppni með kínverskum prjónum – Myndskeið

Þar sem flest mót Evrópumótaraðarinnar nú um mundir  fara fram í Kína var efnt til nokkuð nýstárlegrar keppni þ.e. hversu marga golfbolta keppendur gætu tekið upp með kínverskum prjónum úr fullri boltakörfu og fært þá yfir í aðra tóma. Keppendur fengu 60 sekúndur. Meðal þátttakenda var maður dagsins Rory McIlroy, en einnig Martin Kaymer, Rafa Cabrera-Bello, Lee Westwood, John Daly og einn sem stóð sig ótrúlega vel, Miguel Angel Jiménez, sem deildi sigursætinu með heimamanninum Liang Wen-Chong. Til þess að sjá myndskeið af golfboltatilfærslukeppninni með kínversku prjónunum SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 16:30

LET: Hull meðal keppenda í Kína

Solheim Cup stjarnan unga, Charley Hull, verður meðal keppenda á hinu þriggja hringja Suzhou Taihu Ladies Open, sem hefst í  Suzhou Taihu International Golf Club á morgun. Nýliðinn ungi, 17 ára,  (Hull) verður meðal 114 keppenda frá eftirfarandi mótaröðum:  LET, China LPGA og Ladies Asian Golf Tour. Hún mun freista þess að ná 1. sigri sínum á LET eða með hennar eigin orðum: „Augljóslega vil ég sigra eða ná enn öðrum góða árangrinum,“  sagði Charley, sem er í 9. sæti á stigalista LET, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað í 12 mótum á árinu. Meðal annarra keppenda í mótinu er liðsfélagi Charley í Solheim Cup, Carlota Ciganda, sem á titil að verja. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 14:00

Uihlein gefur tilbaka

Peter Uihlein er nafn sem er að verða golfáhugmönnum tamara. Flestir vita að Uihlein er bandarískur kylfingur.  Hann er sonur Wally Uihlein og þar með erfingi Acushnet, sem m.a. framleiðir m.a. Titleist og Footjoy. Uihlein lék með Oklahoma State í bandaríska háskólgolfinu líkt og Eygló Myrra okkar Óskarsdóttir og Caroline Hedwall. Hann tók þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á Costa Ballena 2011, sama móti og Birgir Leifur Hafþórsson lék í. Hann er milljarðaerfingi en velur sér samt ekki auðveldustu leiðina …. hann hefir unnið fyrir tilverurétti sínum á stærstu mótaröðunum. Hann notaði ekki sambönd sín til þess að koma sér í boði styrktaraðila inn á PGA Tour, heldur ákvað að Lesa meira