Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 08:12

Cleveland í mál við Callaway

CLEVELAND GOLF hefir höfðað mál vegna brota á vörumerkjarétti og samkeppnisrétti gegn Callaway Golf, en síðarnefnda fyrirtækið stimplaði nafnið  ‘Roger Cleveland’ á nýju Mack Daddy 2 wedga sína

Árið 1990 seldi Roger Cleveland öll hlutbréf sín í Roger Cleveland Golf Company sem hann stofnaði, og árið 1996 rann fyrirtæki hans saman Callaway Golf.

Fyrirsvarsmenn Cleveland Golf  urðu gífurlega pirraðir þegar Callaway setti á markað Mack Daddy 2 wedge-ana þar sem  ‘DESIGNED BY ROGER CLEVELAND’ var stimplað aftan á fleygjárnin.

Svona rétt til að setja hlutina í rétt samhengi þá hefir verið höfðað mál gegn Callaway vegna þess að þeir settu nafn Roger Cleveland á kylfu sem hann hannaði.

Cleveland Golf er enn eigandi fjölmargra vörumerkja, sem fyrirtækið telur  að Callaway hafi nýtt sér í heimildarleysi.

Fyrirtækið heldur því líka fram að með því að nota heitið Roger Cleveland sé Callaway að rugla markaðinn og villa um fyrir neytendum, sem halda að fleygjárnin komi frá Cleveland Golf.

Smellið á feitletruðu línuna til þess að sjá enska umsögn um CALLAWAY MACK DADDY 2 WEDGE-INN