Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Snæbjörn Björnsson Birnir – 31. október 2013

Afmæliskylfingur dagsins er  Snæbjörn Björnsson Birnir. Snæbjörn er fæddur 31. október 1953 og á því 60 ára stórafmæli í dag í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan: Snæbjørn Bjornsson Birnir (60 ára merkisafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Rives McBee, 31. október 1938 (75 ára stórafmæli!!!);  Toru Nakamura (中村 通Nakamura Tōru 31. október 1950) (63 ára);  Mardan Mamat, 31. október 1967 frá Singapore (46 ára);  Mark Joseph Wilson, 31. október 1974 – sigraði í Sony Open 2. móti PGA  í jan 2011 (39 ára);  Jim Renner, 31. október 1983 (30 ára stórafmæli!!!) …… og ……. Hlynur Geir Hjartarson, GOS (37 ára) Krisztina Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 09:30

Rory styður Tiger í Chamblee-málinu

Rory McIlroy hefir látið hafa eftir sér að  taka eigi „með viðeigandi hætti“ á Brandel Chamblee,  eftir að sá sakaði  Tiger Woods um svindl. Chamblee sagði m.a. í grein sem hann skrifaði á golf.com að Tiger hefði oft „farið svolítið frjálslega með golfreglurnar“ og jafnvel þó að Tiger hafi sagt að það væri Golf Channel að fást við Chamblee, þá hefir Rory nú stigið fram til varnar vini sínum (Tiger). „Já, mér finnst að Brandel hafa haft algerlega rangt fyrir sér.  Mér finnst hann ekki vera í neinni aðstöðu til þess að segja neitt þessu líkt um Tiger,“ sagði Rory á blaðamannafundi fyrir WGC-HSBC Champions, sem hefst í Shanghai í dag. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 09:15

Evrópurtúrinn: Rory efstur eftir 1. hring HSBC

Rory McIlroy spilaði frábært golf á HSBC heimsmótinu, sem hófst á golfvelli Sheshan International GC, í Shanghaí í Kína í nótt að okkar tíma. Rory lék á 7 undir pari, 65 höggum og trónir einn á toppnum eftir 1. dag!!!  Það var hrein unun að horfa á hann í nótt – allt virtist fara nákvæmlega þangað sem hann ætlaði höggunum. Í 2. sæti 2 höggum á eftir Rory, eru Gonzalo Fdez-Castaño og Jamie Donaldsson, sem báðir komu í hús á 67 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring HSBC heimsmótsins SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 09:00

Glæsileg verðlaun frá BMW fyrir ása í Dubai

Þann 14.-17. nóvember n.k. fer fram mótið sem öllum bestu atvinnukylfingum Evrópu langar til að taka þátt í: DP World Tour Championship, sem fram fer á Jumeirah Estates í Dubaí. Það sem lokkar er verðlaunaféð sem er upp á $ 8 milljónir auk veglegs bónuspottar upp á $ 3,75 milljónir. En það eru ekki bara vonin um óhemjuhátt verðlaunaféð sem þeir heppnu 60 sem fá að taka þátt í mótinu geta hlakkað til. Á par-3 17. holunni á Jumeirah golfvellinum er glæsileg BMW 650i Gran Coupé bifreið í verðlaun fyrir að fara holu í höggi! En eins og það sé ekki nóg ….. AGMC-BMW Group innflytjandi bifreiðanna í Dubai mun sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 07:00

Hvað gerði Dyson rangt?- Myndskeið

Enska kylfingnum Simon Dyson var vikið úr móti eftir að hafa skrifað undir rangt skorkort á BMW Masters á Lake Malaren í Shanghai, Kína s.l. helgi. Það var glöggur sjónvarpsáhorfandi sem benti dómurum mótsins á brot Dyson, en Dyson snerti púttlínu sína með bolta sínum, sem er brot á. reglu 16-1a.  Varðar höggið 2 höggum í víti í höggleik og holutapi í holukeppni. Í reglu 16-1a segir einfaldlega að púttlínuna megi ekki snerta nema í þartilgreindum undantekningum. Reglan hljóðar svo: 16-1. Almennt a. Snerting púttlínu Púttlínuna má ekki snerta nema: (i) leikmaðurinn má fjarlægja lausung, svo fremi að hann þrýsti engu niður; (ii) leikmaðurinn má leggja kylfuna niður fyrir framan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2013 | 13:45

Spieth spilar í 1. heimsmóti sínu

Nr. 20 á heimslistanum, bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth, mun spila á 1. heimsmóti sínu, eða The World Golf Championships-HSBC Champions  eins og mótin heita upp á ensku. Hann hefir ekkert keppt í 3 vikur en hefir samt sem áður ekki setið auðum höndum því hann var að kaupa sér hús og notaði tímann til flutninga. „Þetta er spennandi. Ég er enn með sama herbergisfélaga. Þetta er heilmikið ferli að fara í gegnum allar eigurnar og flytja þær til. Við erum ekki alveg búin að koma okkur fyrir erum ekki einu sinni komin með rafmagn. Þetta verður svona einskonar hellir fyrst um sinn og ekki mikið um listaverk, en græjurnar verða á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2013 | 12:10

Brot af samtali Rory og Tiger í einvíginu í Kína

Rory McIlroy hefir útskýrt hvers vegna hann ætlar að taka upp fasta búsetu í Bandaríkjunum á næsta ári og gera $10.9 milljóna heimili  sitt í  Palm Beach Gardens, Flórida, að lögheimili sínu. Hann lét líka nokkur orð falla um nýjan dræver sem koma mun honum í sigurgírinn aftur á golfvellinum og hann talaði líka um vandræði sín með fleygjárnin og púttin. Allt þetta og fleira var það sem  Rory sagði við Tiger þegar þeir áttust við í einvíginu við Jinsha vatn á Hainan eyju í Haíkou, Kína s.l. mánudag, en þessu einvígi var sjónvarpað um allt Kína og m.a. líka hvaða orðaskipti áttu sér stað á milli stórstjarnanna, nokkuð sem sjaldnast Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mayumi Hirase – 30. október 2013

Afmæliskylfingur dagsins er  Mayumi Hirase frá Japan (jap: 平瀬真由美). Hún fæddist í dag fyrir 44 árum, þ.e. 30. október 1969, í Kumamoto, í Japan.  Mayumi er atvinnumaður í golfi, sem m.a. hefir sigrað 18 sinnum á japanska LPGA. Sigra sína í Japan vann hún á árunum 1989-2000. Mayumi hefir jafnframt sigrað 1 sinni á bandaríska LPGA; það var 1996 á Toray Japan Queens Cup. Mayumi Hirase 1995 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Samskipti Ehf Guðjón Smári Guðmundsson (52 ára) Sesselja Björnsdóttir (56 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2013 | 10:45

Lindsey hjá Letterman – fór holu í höggi á 1. 18 holu hring sínum

Í fyrradag, 28. október 2013, kom kæresta Tiger, Lindsey Vonn fram í skemmti og viðtalsþætti David Letterman. Þar var m.a. talað um slys Lindsey í Schladming í Austurríki. Og aðspurð sagði Lindsey ekkert hlakka til Ólympíuleikanna! ha ha ha 🙂  Svona á alvarlegri nótunum þá þakkaði hún móður sinni, sem var með henni í þættinum allt sem hún hefði gert fyrir sig og sagði að flestir íþróttamenn væru ekki þar sem þeir væru án mæðra sinna!!! Annað áhugavert sem Lindsey sagði frá var að hún hefði farið holu í höggi í fysta sinn sem hún hefði spilað 18 holur!!! Hún er sem sagt frambærilegur kylfingur og var í framhaldinu spurð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2013 | 09:45

Þjálfari Man City settur á biðlista í golfklúbb

Þjálfari enska fótboltaliðsins Manchester City,  Manuel Pellegrini hefir verið settur á biðlista í golfklúbbi þar sem hann og kona hans sóttu um félagsaðild, þ.e. Hale Golf Club. Sagt er að Pellegrini hafi þegar farið að leita sér að hentugum golfklúbb eftir að hann kom til Manchester og féll fyrir 9 holu golfvelli Hale, ásamt konu sinni, sem líka er æstur kylfingur. Chile-maðurinn Pellegrini hefir tekið nokkra hringi ásamt konu sinni í Hale og búist var við að þau yrðu tekin inn sem félagar þá þegar vegna þess hve þekktur Pellegrini er, sem og því að hann átti ekki í nokkrum vandræðum með að greiða inntökugjald £1,245 (eitthvað um 200.000 íslenskar krónur) og Lesa meira