Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 08:30

DJ sigraði á HSBC í Shanghaí

Það var bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ), sem stóð uppi sem sigurvegari í HSBC heimsmótinu í Kína. Hann lék á samtals 24 undir pari, 264 höggum (69 63 66 66). Í 2. sæti, 3 höggum á eftir sigurvegaranum varð Ian Poulter  á samtals 21 undir pari, 267 höggum og í 3. sæti varð Graeme McDowell á samtals 20 undir pari, 268 höggum. Sergio Garcia varð í 4. sæti á samtals 18 undir pari; Justin Rose varð í 5. sæti á samtals 16 undir pari og Rory og Graeme DeLaet deildu 6. sætinu á samtals 15 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á HSBC heimsmótinu SMELLIÐ HÉR:  Til þess að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 02:30

HSBC heimsmótið í beinni

Á fimmtudaginn hófst í Sheshan golfklúbbnum í Shanghai, Kína HSBC heimsmótið. Nú í nótt fer lokahringur mótsins fram. Meðal keppenda eru flestir bestu kylfingar heims og hefir Dustin Johnson (líka nefndur DJ) verið efstur s.l. 2 mótsdaga. Tekst honum að halda út og sigra í mótinu í nótt? Til þess að sjá HSBC heimsmótið í beinni SMELLIÐ HÉR:  Til þess að fylgjast með HSBC heimsmótinu á skortöflu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karitas Sigurvinsdóttir – 2. nóvember 2013

Afmæliskyfingur dagsins er Karitas Sigurvinsdóttir, Karitas er fædd 2. nóvember 1963 og á því stórafmæli í dag!!!. Hún er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Karitas hefir tekið þátt í fjölda golfmóta og staðið sig með ágætum. Hún er gift og á tvær dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Karitas Sigurvinsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Isette Pearson; f. 2. nóvember 1861 – d. 25. maí 1941;  Dave Stockton, 2. nóvember 1941 (72 ára) ….. og …… Anna Katrín Sverrisdóttir (22 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2013 | 08:15

Birgir Leifur hefur leik á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er svo sannarlega búinn að standa sig vel að undanförnu. Hann hefir komist á 2. stig bæði á úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðinia og Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum. Í dag kl. 10:15 að staðartíma í Tarragona á Spáni (kl. 9:15 að okkar tíma hér heima á Íslandi) hefur Birgir Leifur leik á golfvelli Lumine Beach & GC í Tarragona, en völlurinn er hannaður af ástralska kylfingnum Greg Norman. Mót á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina fara fram á 4 stöðum á Spáni: í Tarragona þar sem Birgir Leifur spilar, á Las Colinas golfvellinum í Allicante; á El Saler í Valencia og loks á Valle Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2013 | 07:00

Kæresta DJ og „Tiger“ í nánu sambandi

Grein Golf Magic sem ber heitið „Dustin Johnson´s girlfriend gets intimate with Tiger“ er ein mest lesna frétt gærdagsins. Er ekki laust við að ýmsum hafi brugðið í brún við að lesa fyrirsögn fréttarinnar. Gat verið að Tiger hafi ekkert snúist til betri vegar og væri enn einu sinni að „halda framhjá“ nú framhjá Lindsey með kærestu Dustin Johnson,  Paulinu Gretzky? Neibb, það eina sem „náið samband“ Paulinu og Tiger-anna gekk út á var að Paulina lét taka mynd af sér fáklæddri með tígur-unga og síðan aðra, þar sem hún er að virða einn „Tiger-inn“ fyrir sér í dýragarði. Svo virðist sem allt sé í góðu milli DJ og Paulinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2013 | 06:00

DJ leiðir enn fyrir lokahring HSBC

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) leiðir enn fyrir lokahring HSBC heimsmótsins, sem hófst s.l. fimmtudag á Sheshan golfvellinum í Shanghaí, Kína. Hann er samtals búinn að leika á 18 undir pari, 198 höggum (69 63 66). Aðrir kylfingar eru að saxa á forystu DJ en hann hafði 5 högga forystu eftir 2. dag mótsins; nú er sú forysta hans aðeins 3 högg. Það er Ian Poulter sem er að geysast upp skortöfluna, er nú einn í 2. sæti eftir frábæran 3. hring upp á 9 undir pari, 63 högg, þar sem hann fékk örn, 8 fugla og 1 skolla.  Samtals er Poulter búinn að leika á 15 undir pari, 201 höggi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 20:00

Golfvellir í Frakklandi: Golf Disneyland (5/10)

Í kvöld verður 5. golfvöllurinn í París kynntur en það er Golf Disneyland í París. Völlurinn var opnaður fyrir golfleik 1992 og hönnuður hans er Ronald (Ron) Fream. Þetta er 27 holu skógarvöllur, með nokkuð jafnar þrjár 9-holu hluta, Rauða, Bláa og Appelsínugula 9 holu hlutanna, sem oft eru nefndir Pétur Pan, Lísa (í Undralandi) og Winnie (the Pooh). Þessir þrír 9-holu hlutar Golf Disneyland eru ekkert frábrugðnir hverjir öðrum.  Allir eru þeir fremur þægilegir undir fótinn, á fremur opnu svæði, með vatnshindrunum hér og hvar, mikið af sandglompum og stórum og miklum flötum. Allar hæðir eða bylgjótt landslag eru fremur af völdum skurðgrafa en af hendi náttúrunnar. Þetta er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 13:30

Sonur Lawrie gerist atvinnumaður

Sonur Paul Lawrie, Craig, hefir nú stigið í fótspor föður síns og gerst atvinnumaður í golfi. Craig sem er 18 ára var með plan B þ.e. að læra til íþróttastjóra/þjálfara (ens. sports management) við Dornoch University, en þau plön hafa nú verið sett til hliðar þar sem hann spilar í fyrsta móti sínu sem atvinnumaður þ.e. í  North-East Alliance tournament í Ellon, Skotlandi, sem er nálægt heimili hans í Aberdeen. Craig Lawrie er með +1 í forgjöf og var m.a. í 10. sæti á skoska stigalista unglinga. Stoltur faðirinn, Paul Lawrie tvítaði í fyrradag:  „My wee loon @CraigLawrie95 has turned pro this morning. All the best pal.“ (lausleg þýðing: Sonur minn Craig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 12:00

LET: 3 í forystu eftir 1. dag í Kína

Það eru 3 kylfingar, Holly Clyburn, Ashleigh Simon og Veronica Zorzi , sem leiða eftir 1. dag á Suzhou Taihu Ladies Open, sem hófst í dag á golfvelli Suzhou Taihu International golfklúbbsins í Suzhou, Kína. Allar léku þær þrjár á 7 undir pari, 65 höggum. Í 4. sætinu er síðan ástralski kylfingurinn Nikki Garrett á 6 undir pari, 66 höggum og þrjár deila síðan 5. sætinu á 5 undir pari, 67 höggum, en þeirra á meðal er spænski kylfingurinn Carlota Ciganda, sem á titil að verja í mótinu. Enski Solheim Cup kylfingurinn ungi Charley Hull deilir sem stendur 22. sætinu með 14 öðrum kylfingum, en hún lék fyrsta hring á 2 undir pari, 70 höggum. Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 11:45

Afmæliskylfingur dagsins: Gary Player ——— 1. nóvember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er ein af golfgoðsögnunum 3, Gary Player. Hinar eru auðvitað Arnold Palmer og Jack Nicklaus, sem ekki eiga afmæli í dag! Gary Player fæddist 1. nóvember 1935 í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og er því 78 ára í dag. Gary sigraði 9 sinnum í risamótum á ferli sínum sem atvinnumaður í golfi: Masters: 1961, 1974, 1978 Opna bandaríska: 1965 Opna breska: 1959, 1968, 1974 PGA Championship: 1962, 1972 Gary Player eftir sigur á Opna breska – einu af 9 risamótssigrum sinum. Þessir 9 sigrar ásamt 9 sigrum hans á risamótum Champions Tour gera það að verkum að hann er álitinn einn af yfirburðakylfingum í sögu golfsins.  Gary Player var tekinn Lesa meira